30 mars 2008

Lotan hálfnuð..

..og ég hefði átt að lesa meira og þrífa minna þarna um daginn. Prófið á föstudaginn gekk ekki alveg jafn vel og ég hefði viljað.. samt ekkert hræðilega. Þannig að nú er ég bara á bókasafninu frá morgni til kvölds - þýðir ekkert að læra heima hjá sér. Seinna prófið er á miðvikudaginn.

Krummi bróðir kom við hjá okkur í vikunni. Færði mér ársbirgðir af íslensku nammi eins og vanalega þegar hann kemur við :) Klaus benti mér pent á að nú ætti ég að reyna að leyfa þessu að endast eitthvað lengur en síðast, kannski tvær vikur eða svo!! Piff.. veit ekki hvað maðurinn er að rugla..og hann veit sko ekkert hvað hann er að tala um! Hann fær að kynnast þessu þegar ég neyði hann einhvern tímann til þess að flytja til Íslands með mér.... ef það veður ekki allt farið á hausinn þarna upp frá það er að segja.. ;)

sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Það er gott að Klaus er kominn heim, þvílíkt að vera á puttanum í Panama af öllum stöðum. Ég kom mér upp glötuðu nef- og hauskvefi um helgina með hnerrum, rauðu nefi og bólgnum augum. Ég ákvað svo í morgun að ég væri ómissandi í vinnunni og allt það og er að súpa seyðið af því núna með tilheyrandi hnerrum og snýtingum.
Úti eru skaflarnir í garðinum á undanhaldi, í bili, er sennilega öruggara að segja og ég keypti smáfuglafóður í dag.
Vorið góða grænt og hlýtt er sem sagt ekkert að koma hér um slóðir.
Jæja það hlýtur nú samt að koma einhverntímann í maí eða júní.
Gangi þér vel á miðvikudaginn í prófinu, kveðja til Klaus, mamma