18 mars 2008

Tuð!

Þetta ár hefur ekki farið vel af stað þegar kemur að peningabuddunni. Fjórar ferðir til tannlæknis í janúar, tölvan hrundi í febrúar og nú er íslenska krónan algjörlega farin til fjandans!! :(

Hvað er málið eiginlega??

Námslánin rýrna svo mikið þegar ég millifæri þau hingað yfir að ég get næstum því sleppt því. Mikið er ég þakklát fyrir vinnuna mín þessa dagana!

Svo er líka orðið töluvert dýrara að lifa hérna svona almennt síðan ég flutti fyrir tveimur árum. Sérstaklega þegar kemur að matarinnkaupum. Þar er nú smá verðbólga í gangi hér líka þó svo að danskir bankar séu meira uppteknir við að ræða fjárhagslegan vanda annarra landa en þeirra eigin.

Þannig að ég vara ykkur við sem eru á leiðinni hingað á næstunni; aukin verðbólga hér og íslenska krónan í tómu rugli.. Kaupmannhöfn er alls ekki jafn hagstæð lengur fyrir Íslendinga. Kæmi mér ekki á óvart ef það dregur úr verslunarferðum hingað frá Íslandi. Shitt - hvað gerir H&M þá?? ;)

jæja.. ekki meira tuð í bili.

..og ekki nein "iss piss hættu þessu væli!" komment takk fyrir pent! ;)

knús!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á maður þá bara að hætta hætta við? hefur bjórinn nokkuð hækkað? pabbi

Sigga Dóra sagði...

eruð þið nokkuð að koma til að versla? Eruð þið ekki fyrst og fremst að koma til að heimsækja yngsta og uppáhalds barnið ykkar??? ;)
Bjórinn er ennþá ódýari en á Íslandi! ;) he he..

Nafnlaus sagði...

ohoo æ fíl jú. Helv.. gengið!!