20 mars 2008

Gleðilega Páska!

Hér er undarlegt páskaveður.. á kvöldin og yfir nóttina þá er mjög vetrarlegt, snjór og allt! í fyrsta skipti í allan vetur! En svo vakna ég við sólina inn um gluggann uppúr kl sjö á morgnana, snjórinn hverfur um leið og það er yndislegur vorfílingur úti allan daginn..svo snjóar aftur um kvöldið. Búið að vera svona í nokkra daga.. Ef þetta á að vera veturinn í ár þá er ég nokkuð sátt ;)

Annars verð ég ekki alveg jafn einmana um páskana og ég óttaðist. Það er ennþá planið að liggja bara yfir bókunum en ég gerði ráð fyrir að Mie og Rasmus færu til Jótlands yfir helgina. En svo er ekki, þannig að ég fer allavega til þeirra á Páskadag - í smá páskamat og huggulegheit. Mikið er ég fegin.. ;)

Klaus dettur inn í GSM samband hér og þar þarna niðurfrá þannig að ég er farin að heyra aðeins meira frá honum núna. Nú er hann kominn til Panama. Mér skilst að hann hafi hitt forseta landins í gær. Það var nú ekki á planinu áður en hann fór út og ég vona að þetta hafi ekki verið mjög formlegt enda enginn klæðnaður til þess með í töskunni hjá honum ;) Hann er oft mjög þreyttur þegar hann skrifar mér en samt alveg í skýjunum með ferðina.

En jæja.. bækurnar bíða.

Hafið það sem allra best um páskana..
sd

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Það var gott að heyra í síðasta bloggi að þú ert enn með á hreinu goggunarröðina í systkinahópnum þrátt fyrir dvöl þín fjarri heimahögum.
Ég vona að bækur, myndarammar, englastyttur og dúkar hafi ekki hækkað mikið annars er ég enn með stórverslunarleiðindafobíu svo hækkandi verðlag veldur mér ekki áhyggjum.
Hér er bölmóðsumræðan í fjármálum landans enn í fjölmiðlum og sérfræðingar fara mikinn í dómadagsspám fyrir fjölskyldur í landinu.
Ég er ekki enn búin að átta mig á hverjum þetta er að kenna en sennilega eru það þeir sem hafa lægstu launin eða kennarar.
Það er venjulega þannig fyrir utan loðnu- eða þorskvandræði. Það er svo komið núna að ég held að tvö ný álver séu í uppsiglingu til að bjarga okkur.
Það er gott a heyra að Mia og Rasmus verði heima svo þú fáir almennilegan páskamat. Mér finnst nú allt í lagi þótt Klaus hitti forseta í gallabuxum og bol, þessir forsetar eru bara venjulegir eins og við.
Hér hefur verið fínt veður og er enn. Spáin var nú samt með einhverri slydduhótun og minnkandi sól, sem sagt páskahret.
Í kvöld klukkan 19:30 að okkar tíma er þáttur um bróður hans Hjartar, bóndans á Rauðasandi.
Getur þú ekki séð hann í tölvunni ef þú hefur áhuga?
Jæja Sigga Dóra mín nú fer ég að hætta þessu, páskatiltektin bíður, undarlegt hvað þarf að þrífa mikið hjá tveimur fullorðnum og einum hundi, kveðja, mamma.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Þáttturinn með bróður Hjartar er á föstudaginn langa, ekki í kvöld,kveðja, mamma.

Nafnlaus sagði...

Kerlingin mín, vildi svo gjarnan koma og vera með þér um páskana. En þú ert nú örugglega of önnum kafin til þess að hafa tíma fyrir gesti. Hlakka til að sjá þig í lok júni, kem 22 var ég ekki búin að panta gistingu?
kv Sveina

Nafnlaus sagði...

Sveina mín, gaman að heyra frá þér. Sendu páskakveðjur til allra í húsinu. Jú þú varst búin að panta gistingu, sófinn er all yours! Þennan dag eru reyndar úrslitin á Heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna hér í Köben og svo partý á eftir. Þér er auðvitað samt velkomið að gista en ég verð samt frekar lítið heima. Spurning hvort þú viljir endurskoða þetta eitthvað.. eða bara koma með í partýið! ;)
knús á línuna..

Nafnlaus sagði...

það er nú langt síðan við höfum djammað saman Sveina.. hmmm ha?!! ;)

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska elsku Sigga Dóra mín!:) Er þér orðið óglatt af páskaeggjaáti eins og mér? Nei, sennilega ekki, þú hefur örugglega ekki byrjað að háma í þig kl. 8 í morgun!
Gangi þér vel í próflestrinum vinkona! Sjáumst svo í lok ágúst!:)
Páskaknús og kossar:* :* :*

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska elskan , svona eftir á... gangið þér rosalega vel í próflestri.