24 mars 2008

Prófþrif

Það kannast nú flestir við það þegar prófalestur er í gangi þá hellist yfir mann óstjórnleg þörf til þess að gera allt aðra hluti - meira að segja að þrífa!! Ég hef sjaldan verið jafn öflug eins og núna.. í þrifunum þ.e.a.s. ekki próflestrinum! Ég er t.d. búin að:
- Þurrka ryk úr gluggum og af gólflistum
- Þrífa ísskápinn
- Skipta um á rúminu
- Þvo tvær þvottavélar
- Handþvo tvær peysur
- Þrífa baðherbergið
- Mála aukaumferð á hurðarkarminn inná baði
- Ryksuga
- Hlaupa þrjár ferðir uppá loft með verkfæra og málningardót
- þurrka af öllum hurðum og eldúsinnréttingu
- Þrífa vaskaskápinn

Svei mér þá ég held ég þurfi ekkert að þrífa aftur fyrr en einhvern tímann í sumar!! ;)

En nú er Klaus minn á leiðinni heim - eða það vona ég. Það er búið að ganga á ýmsu hjá honum síðasta sólarhringinn. Í gær átti að keyra hann á flugvöllinn í Panama sem er 5-6 tíma keyrsla frá búgarðinum sem hann var á. Þaðan átti hann að fljúga til Guatemala, hitta félaga sinn sem var samferða honum út, gista eina nótt og þaðan heim í dag í gegnum Atlanta og París. Nema hvað.. bíllinn bilar á leiðinni á flugvöllinn og hann þarf að húkka sér far á flugvöllinn!! Í Panama sjáiði til!! Hann missti samt af fluginum sínu og ekkert annað flug í boði þann daginn. Eina flugið sem hann fékk var í morgun með millilendingu í Costa Rica. Pælið í rugli!!
Gemsinn hans var hálf batteríslaus þannig að upplýsingarnar hafa verið af skornum skammti. Þeir eru náttúrulega sjö tímum á eftir þarna þannig að hann ætti að vera að lenda fljótlega í Guatemala.. Ég hef ekkert heyrt síðan í morgun enda síminn hans líkalega dauður núna. Hann náði að taka töskuna með sem handfarangur þannig að það hjálpar heilmikið á leiðinni Panama-Costa Rica-Guatemala...
En mikið er ég fegin að hann hafði vit á því að vera ekkert að láta mig vita af þessu fyrr en eftir að hann var kominn heill á húfi á flugvöllinn.. ég hefði gjörsamlega tapað mér úr stressi hefði ég vitað af honum á puttanum einhvers staðar í Panama!! :( Ég geri nú ráð fyrir að sá sem var að keyra hann hafi hjálpað houm að redda sér fari en mér er sama.
Það tekur hann semsagt fimm flug að komast heim - úff - hann verður alveg búinn á því.. en mikið það verður gott að fá hann heim!

jæja.. langaði bara að deila með ykkur þrif-æðinu og hrakfallasögunni hans Klaus.
Bækurnar bíða..

sd

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé að ég þarf að fara að komast í próf aftur. Man vel eftir þessu og íbúðin mín þarfnast svo sannarlega á smá yfirhalningu að halda akkúrat núna.
kveðja úr skítaholunni minni á Hvanneyri
GEH

Veinólína sagði...

Vá hvað þú ert dugleg!
Sakna þín mjöööög mikið!
Þín Vigdís. :)

Nafnlaus sagði...

ár og öld síðan ég hef tékkað á þér. Vona að lífið leiki við þig. Fór til Kristbjargar í gær og kíkti á litlu stelpuna sem fæddist 12. mars. kv Vala

Sigrún sagði...

Í mægod hvað ég kannast við þetta. Meira hvað þrif og annað 'æði' gat runnið á mann þegar maður átti að vera lesa undir próf.... :)
Var annars á Akureyrinni um helgina. Alltaf gaman að koma þangað .... miss jú!

Maja pæja sagði...

æ ég gleymdi alltaf að kommenta á þetta. Sko ég finn mér ýmislegt til dundurs í prófum t.d. raða skópörunum mínum og flotta fataskápinn eftir lit osfrv. ;) ps. og þríf eins og mér sé borgað fyrir það