07 mars 2008

Komin í samband við heiminn aftur!!

Ó en yndislegt! Er ekkert smá ánægð með nýju tölvuna mína. Keypti hvíta MacBook sem er minni og léttari en mun stærri og hraðari he he.. Hún er algjört æði og Klaus er að drepast úr afbrýðisemi ;)

En það er nú samt ekkert brjálæðislega mikið að frétta síðan síðast. Síðasta mánudag og þriðjudag vorum við í Herning á Jótlandi þar sem fram fór Danska Kaffibarþjónamótið. Ég var að dæma og Klaus var kynnir. Keppnin var vel skipulögð og allt gekk eins og í sögu. Søren Stiller vann loksins. Hann var orðinn frægur fyrir að lenda alltaf í öðru sæti ár eftir ár en loksins tókst þetta hjá honum. Hann stóð sig líka mjög vel. Það keppti enginn frá The Coffee Collective en það voru tveir sem notuðu espressoblönduna þeirra og þeir urðu í öðru og þriðja sæti - og annar þeirra Mikkel Otto varð Sjálandsmeistarinn. Þannig að Klaus og co. voru mjög sáttir með niðurstöðurnar.

Það er nóg að gera í skólanum. Styttist í skilafrest á hópverkefni sem við erum að vinna í núna þannig að helgin verðr löng og ströng.
Klaus stingur af til Guatemala og Panama um miðja næstu viku þannig að þá hefst maraþon próflestur hjá mér - um að gera að nota tímann vel þegar maður er laus við alla "truflun".. ;)

En að lokum.. Elsku besta mamma mín á afmæli í dag!! Til hamingju með daginn elsku mamma! Ég heyri betur í þér á Skypinu seinna í dag.

nóg í bili - læt heyra í mér aftur fljótlega. Ég er allavega límd við tölvuna þessa dagana! ;)

ta ta..
sd


P.s. Sveina, sófinn er all yours 22.júní!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Ása til hamingju með afmælið er það rétt munað hjá mér að það sé stórafmæli þetta árið!!

nei eða við nánari utreikninga þá held ég að ég hafi keypt mér íbúð í Eyjabakka 1999 og þá áttir þú stórafmæli svo það er þá ár í það ekki satt.

Engu að síður til hamingju með daginn,

Sigga Dóra mín bara knús til þín líka

Guðný

Maja pæja sagði...

ohh ég öfunda þig af nýju tölvunni...langar sjálfri í nýja. Væri gaman að troða sér í ferðatöskuna hjá Klaus, spennandi ferðalag framundan hjá honum. Kannski ekki aaaalveg eins spennandi að lesa undir próf.. ég er í sama pakka og þú bara ekki með nýja tölvu!

Maja pæja sagði...

ps. til hamingju með afmælið mamma Siggu Dóru :)

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín og Klaus.
Takk fyrir afmæliskveðjurnar. Hér skín sól í heiði sennilega mér til heiðurs og það er meira að segja logn!
Takk fyrir kveðjunar Guðný og Maj Britt.
Það er gott að þú ert orðin tölvuvædd á ný Sigga Dóra mín, ég er orðin hissa á hvað okkar tölva endist en hún er nú orðin frekar hæggeng og hitnar við mikla notkun.
Höddi var að hringja hann var að fara til Vestmannaeyja og hinn hressasti. Hann ætlar að taka með sér gögubúnaðinn en ég bannaði honum að reyna að spranga.
Ég þarf að fara að hætta þessu, eins og venjulega hringja allir fjölskyldumeðlimir Skálpagerðis-fjölskyldunnar samviskusamlega í þá sem eiga afmæli fyrir kvöldmat.
Bestu kveðjur, mamma.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku Sigga Dóra mín (á réttum degi) :) Og til hamingju með mömmu þína:)
Og reyndar til hamingju með ýmislegt fleira - tölvuna, Klaus ... og allt!!!
Knús og kossar til þín,
Gígja.

Veinólína sagði...

Hæ dúllan mín.
Ég reyndi að skrifa hérna inn um daginn en það hefur greinilega eitthvað misheppnast...

Allt ágætt að frétta bara, sakna þín! Vona að þú hafir það súper dúper gott í Danaveldi!! :o)

Þín Vigdís.

p.s. til hamingju með afmælið Gígja mín! Knús!

Veinólína sagði...

Og til hamingju með afmælið Sigga mín! Það var það sem ég reyndi að skrifa hérna inn um daginn..... ;)

kveðja, Vigdís.