16 mars 2008

jæja þá..

nú er enn einum fjórðungnum lokið í skólanum og ég að byrja að undirbúa prófin. Við skiluðum inn 30 síðna hópverkefni á föstudagsmorgun og vá hvað það var mikill léttir!! Síðustu dagarnir fyrir skil voru ansi langir og við vorum öll hálf sofandi í síðasta fyrirlestrinum á föstudaginn.
Svo fór ég eftir tíma að hitta Sonju Grant. Hún var í stuttri vinnuferð hérna og við náðum að skreppa saman á The Coffee Collective. Alltaf svo gaman á hitta Sonju.. verst hvað það er alltaf langt á milli hittinga hjá okkur.
Síðan var planið hjá mér mjög agað. Ætlaði heim að þrífa svo ég gæti samviskusamlega hafið lesturinn á laugardagsmorguninn án nokkurra afsakana um að fyrst yrði nú að þrífa höllina... En Casper og Linus plötuðu mig til að skála í víni eftir lokun á kaffibarnum og koma svo með þeim á smá pöbbarölt niðrí bæ. Marete kærasta Caspers bættist í hópinn ásamt fleirum og á endanum var ég ekki komin heim til mín fyrr en hálf þrjú um nóttina. Þannig að það var nú lítið um lestur í gær, þurfti vinna upp svefnleysi vikunnar... og það er svo sem bara allt í lagi. Við skemmtum okkur mjög vel á föstudagskvöldið og það hefði nú verið hálf sorglegt hefði ég bara farið heim að þrífa eftir verkefnaskil og fjórðungslok!! ;)

Það heyrist voða lítið frá Klaus enda lélegt gsm samband þar sem hann er en hann reynir að senda e-mail ef hann kemst í tölvu. Það er vel hugsað um þá þarna þannig að ég hef litlar áhyggjur. Hann fékk skýr skilaboð um að kaupa eitthvað fallegt handa mér fyrst að ég þarf að hanga hérna ein heima og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því... svona miðað við afríska búninginn sem hann keypti handa mér í Kenýa!! Ó mæ god! Og hálmenið sem hann keypti í Nicaragua.. ;)

En allavega.. læt þetta duga í bili. Hafið það gott elskurnar.

sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha.. afríska búninginn???? ég hef ekki heyrt af honum! var hann horror ?? :) annars þá stendur þú þig vel stelpa!

Nafnlaus sagði...

flott til lukku

aldrei biðja manninn að kaupa eitthvað fallegt nema gefa honum nákvæma lýsingu á því hvað er fallegt, annað er ekki sanngjarnt

knús yfir hafið
Guðný