13 apríl 2008

Best að láta í mér heyra.

Einhver snertur af bloggleti í gangi. Eða almenn netleti.. þ.e.a.s. ég rétt drattast til að lesa tölvupóstana mína án þess að svara þeim, les blogg annarra án þess að kommenta, skima yfir einstaka fréttasíður án þess í raun að lesa nokkuð nánar..

Annars er mest lítið að frétta.. skóli, vinna, borða og sofa er aðal rútínan hér þessa dagana. Pabbi og mamma koma nú í vikuheimsókn á miðvikudaginn og þá hrekkur maður vonandi aðeins uppúr þessari leiðindarútínu.

Og ég hefði nú ekki átt að fagna vorinu svona snemma í síðasta bloggi. Það er allt búið að vera í gangi þessa vikuna: rok, rigning, hagl, sól, blíða og skítakuldi. Lenti í þessu öllu einn daginn á leiðinni heim úr skólanum.. óhætt að segja að segja að ég var eins og undinn hundur þegar ég drösslaðist inn og ekkert annað en heit sturta kom hitanum í kroppinn aftur. Þar með hvarf allur vorfílingur hjá mér og hefur ekki bólað á honum síðan!

og nú er ég aðallega búin að tala um veðrið þannig að best ég hætti í bili.. ;)

sd

p.s. Klaus er búinn að skrifa heljarinnar ferðasögu frá Guatemala og Panama á www.coffeecollective.blogspot.com ef einhver hefur áhuga. Fullt af flottum myndum! :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Við komum með vorið af klakanum á miðvikudaginn, pabbi.

Nafnlaus sagði...

Jæja gott að heyra í þér elskan, og gott að þú varst eins og undinn hundur en ekki úldinn eins og ég las fyrst ;)

Veinólína sagði...

Hæ elskan mín! Ég er að reyna að bóka mér far til þín í nokkra daga í lok júlí..... eitthvað bögg í gangi með síðuna hjá icelandair... en þetta kemur! :) Jibbíkóla.

Knús í klessu, þín Vigdís.

p.s. Þú spurðir um afmælið hans JBG, ég komst því miður ekki. :(

Nafnlaus sagði...

jæja... nú er ég farin að bíða dálítið mikið...

Nafnlaus sagði...

nipi laptops easing janet wien usernames broward estimated attentive beijing research
lolikneri havaqatsu