28 ágúst 2008

Raunveruleikinn tekinn við á ný..

Fríið okkar var sko algjör snilld! Vorum í rúma viku í litlum bær sem heitir Blauzac og það var eins og að vera komin aftur í tímann. Flest öll húsin ca. 200 ára gömul og það sem flestir bæjarbúar voru í sumarfríi þá var þetta eins og hálfgerður draugabær ;) En það var nú alltaf hægt að labba út í búð á morgnanna og kaupa ferskt brauð og croissant með morgunkaffinu. Ferlega huggó. Allt í kringum Blauzac voru svo stærri bæir/borgir með lífegri veitingahúsmenningu og fullt af áhugaverðum stöðum að skoða. Skemmtilegast fannst okkur samt að versla inn á öllum lókal mörkuðunum og elda svo heima. Allt var svo ferskt og gott - og mikið betra á bragðið einhvern veginn. Frakkarnir voru yndislegir! Veit ekki hvaðan sögurnar koma um að þeir seú ruddalegir við túrista. Það voru allir þvílíkt til í að hjálpa okkur og reyna að gera sig skiljanlega þrátt fyrir okkar lélegu frönsku ;)
Síðustu þrjá dagana vorum við í Nice. Það var eiginlega hálfgert menningarsjokk að koma þangað. Allt morandi í túristum og vonlaust að finna almennilega veitingastaði - vorum orðin svo góðu vön úr sveitinni ;) Reyndar fengum við loksins rosalega gott að borða síðasta kvöldið á pínulitlum veitingastað sem reddaði alveg Nice dvölinni ;) Borgin minnti mig reyndar svolítið á Barcelona.
Við skruppum líka til Mónakó síðasta daginn. Bara 20 mín lestarferð þangað og við skoðuðum það helsta; casínóið, furstahöllina og exótíska garðinn. það var eiginlega of heitt þarna þannig að við drifum okkur aftur til Nice til að kæla okkur í sjónum. Sjórinn þarna er sjúklega túrkis blár, hreinn og hlýr :) Yndislegt alveg!

Svo er bara búið að vera fullt að gera síðan við komum heim. Klaus er búin að vera að vinna eins og vitleysingur alla vikuna við að setja upp espressóvélar fyrir nýjan kúnna út um allt land. Sé hann varla fyrr en seint á kvöldin. Og það eru veikindi í vinnunni hjá mér þannig að það er nóg að gera. Svo byrjar skólinn bara í næstu viku. Kræst hvað þetta sumar þaut fram hjá manni!!

Bjórvömbin stækkar hægt en örugglega ;) Hún er reyndar mjög óléttulega á kvöldin en bara frekar skvabbleg yfir daginn. Vonandi hef ég eitthvað til að sýna ykkur þegar ég kem til landins eftir ca. hálfan mánuð svo þið trúið mér!! ;) Hrikalega hlakka ég til að sjá ykkur öll!!

ta ta..
sd

p.s. Við eigum eftir að setja myndirnar úr fríinu inn á flickr..læt ykkur vita þegar þær eru komnar inn þá getið þið kíkt á þær

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohoo hljómar yndisleg þessi ferð ykkar... geggjað að versla svona meðal bæjarbúa og elda heima ummmm geggjað. Hlakka til að sjá þig ... kemstu í afmælið 20 sept?

Nafnlaus sagði...

Hljómar geggjað ... hlakka til að sjá myndirnar:)
Knús og kremjur,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

Maj Britt - ég kemst því miður ekki þann 20. :( kem til landsins um kvöldið 12. og flýg norður um miðjan dag 16.sept minnir mig. Að vanda verður tíminn þar á milli vel nýttur! ;) kannski getum við bumbsurnar þrjár planað deit? Hlakka til að sjá hvað Herdís María hefur stækkað mikið :)

Gígja - kannski næ ég að hitta prinsessuna vakandi í þetta skiptið ;) Verð fyrir norðan 16.-22.sept.

Hlakka til að sjá ykkur!! :)

Nafnlaus sagði...

Vá nice frí....Mér langar einmitt svo rosalega mikið til að fara til Frakklands...þannig þetta eru góð meðmæli!!

hafðu það gott!!

ÓLÖF

Nafnlaus sagði...

dúllan mín til hamingju með bumbuna ég sé að kommentið hér fyrir neðan skilaði sér ekki.

Ég hef bara Parísar reynslu af frökkum og hún var vægast sagt dónaleg. Borgin æðislegt fólkið dónalegt en ég hef heyrt að annars staðar í Frakklandi sé þetta allt annað.

Vonandi næ ég að sjá bumbuna á þér

knús

Guðný

Nafnlaus sagði...

Til Hamingju með "bjórvömbina" skvísa.
kveðja
Lalli

Sigrún sagði...

Ooh suður Frakkland er æðislegt. Sammála með Frakkana (elskulegir) þar sem og Frakkana í París (dónana!!). Mónakó made me want to be really filthy rich :)
Endilega plönum óléttudeit þegar þú ert hérna.
knús