06 október 2008

ÚFF ÚFF ÚFF...

ég er bara hálf orðlaus eitthvað eftir að hafa kíkt á mbl.is núna áðan... DÍSÖSS KRÆST er það eina sem mér dettur í hug - hvað annað er hægt að segja? Nema mikið ofboðslega er ég fegin að hafa ekki fengið íslensk námslán í ár!!!! :)

Best að sýna ykkur sæta mynd til að létta skapið, get nefnilega ímyndað mér að þið þarna heima séuð á ennþá meiri bömmer er ég:


Ég og Elfa Rún systurdóttir mín urðum voða miklar vinkonur á meðan ég var fyrir norðan :) Ég panta eitt svona draumabarn eins og hana þegar ég fer í að skrifa BS ritgerðina mína eftir áramót!! :)


Annars hefur Lúri litli það bara mjög fínt. Hann stækkar hratt þessa dagana og lætur vel vita af sér með alls konar poti og hnoði..enda orðin 21 vikna gamall. Það hverfur öll svartsýni þegar það er bankað svona krúttlega í mann! ;)

knús á línuna,
sd

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Knús knús til baka til þín

já þetta eru skrítnir dagar og þrátt fyrir að vera nokkuð með allt sitt á þurru þá er ekki laust við smá svona kvíðahnút í mallakút þessa dagana.

Ég kvíði því að þurfa að versla í matinn þegar verslanir þurfa að fara að kaupa inn á genginu eins og það er í dag.

knús til þín héðan úr kreppuríkinu Íslandi

Guðný

Nafnlaus sagði...

Jiiii hvað þið eruð flott þú og litli mömmustrákurinn. Falleg ólétt kona!!

Jamm ég sleppi því núna bara að lesa mbl.is þessa dagana enda skilég ekki þetta bull eða hvað er að gerast!! SCARY!!

Nafnlaus sagði...

oho hvað þú ert sæt !! Tekur þig svo vel út með fallegu bumbuna þína. Knús til þín frá mér

Veinólína sagði...

Juminn einasti hvað þetta er sææææææææææææææææætttt!!! :) Þú lítur ekkert smá vel út elskan mín! Það hverfa allar mínar áhyggjur af íslensku efnahagslífi á einu augnabliki við að sjá þessa mynd af þér! Hafðu það gott, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Hey, ég er oft alveg hrikalega utan við mig og gleymdi að óska Hödda til hamingju með afmælið sendi honum sms þann annan. Ef ég skildi gleyma þér þann 8. nóv þá óska ég þér hér með til hamingju með daginn eftir mánuð.

Knús frá einni utan við sig á Sauðárkróki

Nafnlaus sagði...

Hey, ég er oft alveg hrikalega utan við mig og gleymdi að óska Hödda til hamingju með afmælið sendi honum sms þann annan. Ef ég skildi gleyma þér þann 8. nóv þá óska ég þér hér með til hamingju með daginn eftir mánuð.

Knús frá einni utan við sig á Sauðárkróki

Nafnlaus sagði...

Ég er meira að segja svo utan við mig að ég commenta tvisvar sinnum í röð

he he

Guðný

Nafnlaus sagði...

þessi nafnlausa þarna uppi var ég

ólöf ;)

Sigrún sagði...

Æi hvað þið eruð sætar og þú sæt með bumbuna. Mín lætur núna líka loksins ófriðlega og sparkar og hamast. Ég hlakka til að fara í fæðingarorlof - get ekki sagt annað.