19 október 2008

Mig langar svooooo í Cheerios!!!

Skil ekkert í því af hverju fæst ekki venjulegt Cheerios hérna!! Sérstaklega af því það fæst Honey Nut og Frosted Cheerios í nokkrum búðum hérna. Þetta pirrar mig óstjórnlega mikið þessa dagana. Mig dreymdi meira að segja Cheerios í nótt!! Ég hámaði þetta svoleiðis í mig þegar ég var heima á Íslandi í september. Passaði að setja vel af mjólk út á þannig að ég þurfti að bæta alveg tvisvar í skálina til þess að klára mjólkina - það er sko mikilvægt að klára mjólkina!! ;)

Ætli það fáist Cheerios í Svíþjóð?????????

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Það er gott að fá svona hint því það fer að líða að því að útbúa afmælispakkann. Kúlusúkkið var svona eini fasti liðurinn matarlega séð.
Við pabbi þinn vorum á lappakvöldi Siðuskóla í gærkvöldi. Mér hefur farið mikið aftur síðan ég sló lappametið í den. Ég fer sennilega að verða kandidat í afturfara-verðlaunin. Pabbi þinn stóð sig vel eins og venjulega át vel yfir 10 lappir.
Eftirréttirnir voru allir í rjómabaði svo æðarnar voru vel fóðraðir í mannskapnum þegar haldið var heim. Við dönsuðum nú nokkra gamla dansa eftir átið svo einhverjar hitaeiningar fuku burt við það.
Hér er sami kreppusöngurinn í öllum fréttatímum og hörmungar-sögur í blöðunum. Það nýjasta er að við sláum öll met í skatt-píningum á almenning og höfum gert lengi. Pólitíkusarnir nota flestir líkingamál úr sjómennsku, það er stórsjór, ólgusjór, hamfarir, holskeflur og ekki má gleyma að allt sé að sökkva og fara til fjandans.
Ég er eiginlega orðin fegin að vera ekki mjög vel að mér í verðbréfa og gjaldeyrisforða-fræðum, því þá svæfi ég varla blund. Ég læt mér nægja að hafa áhyggjur af verðtryggðum lánum og verðbólgu og læt þar við sitja. Það gengur svo allt sinn vanagang í Hvannavöllum nú fer að koma vetur og nagladekkin bíða. Ég verð nú að segja eins og er að mér fannst skemmtilegra að spóka mig úti með Nekó í huggulegu sumarveðri en norðannæðingi og slyddu. Bestu kveðjur til þín og Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

Já Sigga Dóra það fæst Cherios í Svíþjóð, ALla vega í amerísku búðinni í Gamla Stan í Stokkhólmi.

Hún er á götuhornu við aðal götuna í gegnum Gamla Stan.

Guðný

ps: Annars voru uppi hótanir fyrir rúmu ári að hætta að selja Cherios hér heima því það væri með of miklu af viðbættum vítaminum!! vona að það verði ekki gert

Sigga Dóra sagði...

OMG það liggur við að ég geri mér ferð til Malmö sem fyrst!!! ;)

Nafnlaus sagði...

hahaha vá ég var svona einmitt...sjúk í Cheerios, vaknaði á nóttunni til að fá mér. Þetta er óléttan!! Það verður einhver að senda þér. Ég man þegar ég bjó í Svíþjóð þá var ekkert svona til...svíar vildu ekki sjá þetta!!

Ég var líka sjúk í appelsínur, varð svo óþolinmóð að ég keypti nýkreystan djús og þambaði. Og svo vað ég undir endan á óléttunni sjúk í SYKUR kók..ahahha furðulegt allt saman!!

ÓLÖF

Nafnlaus sagði...

Alveg skil ég þessa Cheerios þörf þína, og ég er ekki einu sinni ólétt, ég borða nefnilega cherrios mjög oft bæði í morgunmat og hádegismat:) En svakalega er kúlan þín sæt. Jæja búið að hringja inn. Hafið það gott í danveldi.

kv. Sunna

Sigrún sagði...

Það fæst kannskí í Stokkhólmi en það fékkst ekki í Lundi og ég er nokkuð viss um að það sama gildi um Malmö (því miður). Það fæst eitthvað sem heitir Cheerios frá Nestlé sem þú skalt alls ekki undir neinum kringumstæðum láta blekkjast til að kaupa. Það er nefnilega dýsætur andsk... gjörsamlega óætur.

Ég er ekki að finna fyrir neinni svona matarþörf á þessari meðgöngu. Get í mesta lagi tekið undir með Ólöfu með appelsínusafann. En það var bara í nokkrar vikur. Eina sem verður að teljast óeðlilegt er að ég er ekki næstum því eins mikill nammigrís og ég á mér að vera. Sem hlýtur að teljast merkilegt í ljósi óeðlilegrar nammisýki minnar svona venjulega.

hafið það gott elskurnar mínar
knús Sigrún

Nafnlaus sagði...

Jú Sigrún Cherios fæst í Amerísku búðinni í Gamla Stan, það er fyndin búð, allt sem fæst þar fæst í venjulegum stórmörkuðum hér á Íslandi. Fyrir okkur íslendinga er þessi búð örugglega eins og ríkið hér heima er fyrir Svía!!

Gj

Veinólína sagði...

Hæ elskan mín! Viltu senda mér gemsanúmerið þitt í smsi. Ég var að fá nýjan síma og símanúmerið datt út... Missjú!!! :)
Þín Vigdís.