01 nóvember 2008

Ég er að springa..

..ekki úr óléttu heldur úr stolti!!! :) Haldiði að mín sé ekki búin að kaupa fyrstu jólagjöfina í ár!! :) Og ég er meira að segja búin að ákveða að nokkrar í viðbót sem verða keyptar í næstu viku. Ef þetta er ekki tilefni til monts þá veit ég ekki hvað.. held að ég hafi aldrei keypt eina einustu jólagjöf fyrir 10.desember!! En það veitir víst ekkert af að dreifa útgjöldunum þetta árið..

Annars er lítið nýtt að frétta.. hef verið að vinna mikið í vikunni og kærulaus gagnvart skólanum. Þó að ég sé fegin að vera ekki háð íslensku námslánunum þessa dagana þá finnur maður sko muninnn að vera án þeirra og tek því allar aukavaktir sem bjóðast. Svo verður prófunum bara reddað á síðustu stundu.

Þannig að ég er frekar þreytt núna og helgin fer bara í afslöppun og jú.. einhvern lestur.

Góða helgi elskurnar, hvar sem þið eruð!

sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þar varstu heppin....´mig minnir að þú vart eitthvað að pirrast yfir LÍN.

Og til hamingju með jólagjöfina ég ætla að þokkalega að fylgja þínu fordæmi og fara að klára þetta snemma....og gera jólakortin snemma ekki á síðustu eins og alltaf....svo notum við aðventuna í smáköku bakstur og lappir uppí sófa ;)

Ó