Ég er að baka!
já, hvort sem þið trúið því eða ekki þá stend ég sveitt í eldhúsinu og er að baka fyrir morgundaginn! Ekki beint afslöppunin sem maður þarf á að halda eftir langa vinnu/skólaviku en einhverra hluta vegna beit ég þetta í mig. Er að baka valhnetubollur og súkkulaðiköku í kvöld og hendi svo í nokkrar múffur í fyrramálið. En það er nú ekki eins og það verði einhver heljarinar veisla. Þrjár vinkonur mínar, Þórey, Anne og Mayra (+ 2 makar) ætla að kíkja í kaffi til mín. Ég bara fylltist svo miklum valkvíða þegar ég var að plana þetta að ég ákvað að gera þetta allt saman!
Þórey er ólétt.. er sett á sunnudaginn. Semsagt bæði hún og Helga Ósk frænka settar daginn eftir afmælið mitt. Mér finnst það nú alveg lágmark að önnur þeirra eigi á morgun mér til heiðurs!! ;) Ég er sett tveimur dögum fyrir afmælisdag Þóreyjar - ég gæti þá bara haldið í mér í tvo daga henni til heiðurs í staðinn!! ;) Finnst ykkur þetta ekki bara mjög sanngjarn - og RAUNHÆFUR - díll???
en.. ef ég á að segja alveg eins og er þá vil ég helst að Þórey og Troels komist í 'kræsingarnar' (sjáum til hvernig til tekst) á morgun ;)
Helga Ósk þú sérð þá bara um þetta!
Best að kíkja á þetta sull þarna frammi..góða helgi annars.
sd
07 nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Elsku Sigga Dðra.
Til hamingju með afmælið á morgun.
Við erum hjá Hödda og Árnýju jarðarför Þórhalls er á morgun. Við förum fyrst til Jðhannesar fyrir hádegi og svo í Hveragerði en athöfnin er þar. Gaman að heyra um baksturstilraunir þínar vona að allt lyfti sér og bakist eins og við á.
Pakkinn kemur vonandi til þín sem fyrst, allir biðja að heilsa, mamma og pabbi.
Elsku Sigga Dóra til hamingju með afmælið, leitt að komast ekki í kræsingarnar:)
kv. frá Sunnu frænku
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Sigga Dóra hún á afmæli í dag
til hamingju með daginn elsku kjellingin
knús frá okkur öllum á Krók
Guðný
Til hamingju elsku Sigga Dóra mín með að vera loksins orðin 32 ára! :) Vildi óska að ég væri stödd í köben núna maður! Njóttu dagsins og knúsaðu kallinn frá mér!
Þín Vigdís.
Mmmm mig langar í kaffi til þín :) en annars til hamingju með daginn elskan mín. Vona að dagurinn verði þér, Klaus og bumbos yndislegur í alla staði. Lovjú mikið. Knús Maj-Britt& fam
Skrifa ummæli