21 nóvember 2008

Föstudagskvöld..
..og ég er þreytt eftir langan vinnudag. Það snjóar úti og það er skítkalt hérna inni :( Planið var að nota tækifærið fyrst ég er ein heima í kvöld og byrja á verkefni fyrir skólann en ég er búin að liggja eins og skata upp í sófa síðan ég kom heim.. Það styttist skuggalega mikið í próf og verkefnaskil.. og einbeiting er akkúrat engin!!

Við ætlum samt að hafa það pínu huggó áður en ég leggst algjörlega yfir bækurnar. Foreldrar Klaus koma í bæinn á morgun og ætla að fara með okkur aðeins útúr bænum. Kíkjum á sýningu í Frederiksborgs Slot og út að borða á eftir. Það verður gaman að sjá þau og fá gott að borða ;)

Og börnin sem 'áttu' að fæðast á afmælisdaginn minn eru loksins komin í heiminn! :) Þau létu svo sannarlega bíða eftir sér. Þórey og Troels eignuðust lítinn pungsa aðfaranótt miðvikudags, sem hefur fengið nafnið Óskar. Hann er svo yndislegar fallegur það hreinlega ískraði í mér af spenningi þegar ég sá myndirnar af honum :) Hlakka mikið til að æfa mig aðeins á honum!
Helga Ósk og Sigmar fengu litla dömu í fyrrinótt. Hef nú ekki séð myndir ennþá en foreldrarnir eru svo fallegir að það er ekki von á öðru en lítilli bjútípæ :)
Innilegar hamingjuóskir til þeirra allra enn og aftur!!

Góða helgi!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín gleymdir þú ekki einu afmæli í vikunni

Sigga Dóra sagði...

hmmm.. ég þykist nú hafa komið öllum afmæliskveðjum áleiðis ýmist með símtölum, sms, bloggkommentum eða facebook kommentum þó að ég hafi ákveðið að blogga ekki um þau öll hér á þessari síðu. Afi Hörður átti afmæli 10., Sigrún þann 14., Pabbi 16. og Maj Britt 17. nóvember...og Jóhannes frændi fékk kveðju frá mér í gegnum Hödda bró þar sem hann sat við hliðina á honum þegar við töluðum saman þann áttunda...
Nú er ég sjálf orðin mjög forvitin um hverjum ég hef gleymt..

Nafnlaus sagði...

Þetta var allaveganna ekki ég :) þú gleymdir mér sko ekki ;)

Veinólína sagði...

Knús og kossar! :)
vg

Unknown sagði...

hæ hæ. Vonandi hafið þið það gott þarna úti og vonandi verður þú ekki fyrir aðkasti þarna Sigga Dóra fyrir að vera Íslendingur:) En fyrst þið komið ekki heim um jólin væri þá ekki gráupplagt að setja heimilisfangið á síðuna svo þið fáið allavega jólakort frá okkur hér heima.

ástarkveðja frá Ósi

Nafnlaus sagði...

Já endilega settu heimilisfangið inn það væri nú aldeilis magnað

knús

Guðný