08 nóvember 2008

Takk fyrir allar kveðjurnar..

Við erum búin að hafa það ofsalega huggulegt í dag í góðum félagsskap. Þó að gerbaksturinn hefði mátt lukkast betur þá kláraðist nánast allt og allir fóru saddir og lukkulegir heim :) Ég fékk Cheerios í hádegismatinn í dag (takk mamma og pabbi!!) og er þegar farin að hlakka til að fá mér í morgunmat á morgun! :)

Þessi var tekin í dag, Þórey gengin 40 vikur og ég 26. Ný dönsk/íslensk kaffibarþjónakynslóð í vinnslu!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

váááá hvað við erum fínar! ...ekkert barn enn hjá okkur, sorrí. Takk fyrir kaffi og kökur. kveðja þórey

Nafnlaus sagði...

hæ skvís.mig langði bara aðeins að óska ykkur til hamingju. þetta er náttúrulega æðisleg mynd af ykkur þórey minni.það fylgjast allir með ykkur þórey hjá kaffitár,mikið spurt um ykkur.hafðu það sem allra best kellingin mín kv.Bryndís Ploder

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að reyna enn eina ferðina að koma inn kveðju hérna! Veit ekki hvort að þú fékkst smsið frá mér!
Innilegar hamingjuóskir með afmælið á laugardaginn elsku Sigga Dóra mín!:*
Æðislegt að sjá að það er loksins að koma smá kúla á þig!:) Mig grunar nú samt að þessi mynd hafi verið tekin eftir kökuátið!;)
Knús og kremjur,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

FALLEG!! :D

Kv.
ÓLÖF

Veinólína sagði...

Æðisleg mynd! En hvar er hún tekin?? Ég er ekki að trúa því að ég sjái mynd eða plakat á veggnum... Híhí, lovjúsómöts!! VG

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Nú er mér farið að lítast á litla manninn hjá þér hann er farinn að sjást almennilega. Héðan er lítið að frétta nema kreppa og að við íslenski almúginn er farinn að stunda mótmælafundi- göngur og stöður.
Valhöll sjálf fékk vænan skammt af rauðri málningu eina nóttina í síðustu viku, aumingja Davíð og Geir að þurfa að horfa upp á svona lagað.
Nú verður gaman að vita hvort pabbi þinn fær lítinn frænda eða frænku í afmælisgjöf á morgun frá Helgu Ósk. Ég fór út að ganga með Nekó áðan í þeirri von að fyllast orku af köldu vetrarloftinu eins og ég las í einhverju heilsublaðinu að gerðist við þannig athafnir. Það gerðist nú ekki. Ég er alveg komin með það á hreint að mín afslöppunar- og orkusöfnunarleið fer fram í mínu mjúka sófahorni með glæpasögu og kaffibolla innan seilingar. Jæja Sigga Dóra mín, bestu kveðjur til þín og Klaus, mamma.