07 desember 2008

30 vikur


..semsagt bara 10 vikur í settan dag! Undarleg tilfinning verð ég að segja. Annars erum við eldhress en oggulítið orðin leið á að sitja svona yfir skólabókunum..en bara fimm dagar eftir að þeirri niðurtalningu sem betur fer ;)

sd

4 ummæli:

Veinólína sagði...

Þú hefur aldrei verið fallegri elsku dúllan mín! Vona að þér líði vel með bumbuna og gangi þér vel í prófunum!

Sakna þín!
VG

Sigga Dóra sagði...

takk sæta! Sakna þín líka!
sd

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Til hamingju með að vera búin í prófunum. Ég verð að segja að þér fer mjög vel að vera með barn í maganum. Hér í Hvannó er verið að þvo glugga og gardínur og pabbi þinn er að leita að seríum og setja þær upp. Ég vil breyta í stofunni eins og venjulega en fæ dræmar undir-tektir. Ég veit heldur ekki hvernig ég vil breyta svo vantar þessa rýmis-greind, ég sé meira rými en það er í raun og veru.
Fyrir utan þetta eru allt við það sama, kreppan tekur á sig nýjar myndir með hverjum frétta-tíma,skattar, bensín, vín og allt mögulegt hækkar núna, alls konar ný spillingamál líta dagsins ljós og Dabbi kóngur situr enn sem fastast. Við hljótum samt að bjargast í gegnum þetta eins og móðuharðindin forðum.
Með heingerningar- og jólakveðju til ykkar Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

Bíddu vá hvað tíminn líður!! 10 vikur þarna á myndinni...þetta er 7 des. Hvenær ertu sett??
Vá hvað þetta verður gaman hjá ykkur!
Gangi þér rosalega vel. Og mundu jóga öndun er besta verkjalyfið ;)

koss

ólöf