23 desember 2008

Gledileg jól!

Mér finnst nú samt skrítid ad segja thetta.. er ekki alveg ad medtaka ad thad sé adfangadagur á morgun! Vid tókum semsagt lestina til Jótlands í gærkvøldi og mikid ofbodslega var gott ad losna úr stressinu úr vinnunni! Búid ad vera klikkad ad gera sídustu thrjár vikurnar thar. Einhvern veginn tekst mér alltaf ad finna vinnu thar sem brjálad er ad gera rétt fyrir jólin. Thad var semsagt lítid sem minnti á jólin heima hjá mér thegar vid løgdum af stad.. vid nádum nú samt ad thrífa vel á sunnudaginn thannig ad thad verdur gott ad koma heim aftur í tandurhreina íbúd:)

Ég komst nú í smá jólaskap um daginn thegar vid Thórey skelltum í threfalda søru uppskrift.. og jeminn eini hvad thær tókust vel!! Thetta var sko ekkert mál thrátt fyrir pláss- og græjuleysi. Thad tharf sko ekkert alltaf frystikistu, Kitchen Aid hrærivél og tvíbreidan ofn (eins og virdist vera ordid standard á svo mørgum íslenskum heimilum eftir gódærid sáluga) til ad gera killer sørur! ;) Thrjóska og útjónarsemi er feykinóg og thad vantar sko ekki hjá okkur støllunum! ;) Og haldidi ad Thorey hafi ekki sodid hangikjøt kvøldid ádur!! svo vid jøpludum á thví og hlustudum á íslenska jólatónlist - ekki leidinlegt!

En nú er jólastemmningin smá ad síast inn aftur.. erum búin ad gæda okkur á eplaskífum og jólagløggi í dag - ég fékk einhverja plat útgáfu af gløgginu - og svo er tengdapappi ad fara ad drøsla trén inn og skreyta. Svo á ad gera smá konfekt í kvøld líka. Jólastemmningin verdur svo bara tekin med trompi næsta ár, thá verd ég líklegast ennthá í fædingarorlofi og get gert allt sem ég hef aldrei gefid mér tíma í vegna vinnu eda prófa í desember...thad er nú hálfsorglegt ad hugsa til thess.. ordin rúmlega thrítug og hef aldrei svo mikid sem sett upp jólaseríur eda adventuljós heima hjá mér í adventunni!! dæs.. Ég hlakka semsagt mun meira til næstu jóla en thessara! Og thau verda líka haldin á Íslandi!! :) Tengdamamma gerir nú samt sitt besta til ad ég fái eitthvad 'íslenskt' ad borda og keypti reykt lambakjøt til ad hafa med í julefrokosten á jóladag.. hún keypti reyndar líka reykt hrossakjøt! Hún mundi sko ekki alveg hvort hangikjøt var lamb eda hross.. hún verdur thví ad borda blessada hrossakjøtid sjálf! ;) En ég fæ thó reykt lambakjøt, stúfadar kartøflur og raudrófusalatid hennar mømmu.. og er bara vel sátt!:)

jæja.. thetta átti nú bara ad vera eitthvad stutt og laggott ;)

Vid óskum ykkur øllum gledilegra jóla og hafid thad sem allra best yfir hátídirnar!
knús á línuna..
sd

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól elsku Sigga Dóra mín, Klaus og litli stubbur í bumbunni:) Ég er svo ótrúlega glötuð að ég sendi ekki jólakort til neinna í útlöndum og ætlaði bara að senda þér kveðjuna í tölvupósti en finn svo ekki einu sinni netfangið þitt!!!:/
Knús,
Gígja og co.

Maja pæja sagði...

Gleðileg jól elskan, hafið það sem allra best sæta litla famelía. Heyrumst sem fyrst, knús Maj-Britt og fam.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Jæja nú var ég að klára að pakka inn gjöfunum, átti nokkrar eftir þegar við fórum til þórdísar og Birgis. Höddi og fjölskylda eru komin og allt að verða klárt. Það eru allir farnir að sofa nema ég og Nekó, hún fer aldrei inn fyrr en ég fer. Nú er hávaðarok og allur snjór að fara. það er búið að vera svakalega hált í dag. Nú fer maður að halla sér til að vera sprækur á Öngulsstöðum á morgun og í jólapakkaferðunum á Uppsali, Borg og Skálpó. Skrýtið að hafa þig ekki hérna en það verður vonandi þannig næst. Jólakveðjur til allra, mamma.

Veinólína sagði...

Gleðileg jól elsku Sigga Dóra mín og takk fyrir jólakortið! :)

Hafðu það gott yfir jól og áramót og knúsaðu Klaus frá mér! Það var mjööög skrítið að sjá þig ekkert og ég hlakka til næstu jóla líka!

Jólaknús, þín Vigdís. :)

Nafnlaus sagði...

sæl dúllan og takk fyrir kveðjuna í dag, hvurnig er það er ekkert að frétta?

Knús í krús

Guðný

Sigrún sagði...

Gleðilegt ár sæta mín. Ég er afbrýðissöm þegar ég sé myndina af 30 vikna kúlunni þinni. Ofsalega nett og fín. Mér bregður alltaf þegar ég labba framhjá spegli og átta mig á því að þessi hvalur er ÉG!!! En nú eru líka svosem 37 vikur komnar og því styttist í þetta. Get ekki beðið! Vá hvað ég vona að hún verði stundvís eins og bróðir sinn. ÚFF

knús
Sigrún