Verðlaunin.. ;)
Meðal þess sem Klaus fékk í verðlaun á heimsmeistaramótinu er þessi klikkaða espressóvél!!
Hún er reyndar ekki enn komin í almenna framleiðslu..og búin að vera í þróun hjá framleiðandanum í nokkur ár. Við þurfum því að bíða fram í september eftir því að fá hana senda.
Svo fékk hann líka svaka flotta kaffikvörn eins og þessi nema hún er svört og krómuð, ekki verra:
Kvörnin er þegar komin í hús... það sem verra er að þessar flottu græjur komast engan veginn inn í okkar míní eldhús!! Það er því annað hvort að fara að leita að nýju húsnæði af einhverri alvöru... eða setja upp kaffikrók í stofunni.. ;)
30 maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hvernig væri að skella sér til Stokkhólms um næstu helgi. Er ekki hægt að finna einhverja kaffiveislu þar ;)
Alltof langt síðan ég sá þig held það hafi verið um jólin 2004
kossar og hundrað knús frá ísafirði
Guðný
vá er í alvöru svona langt síðan við hittumst síðast??! ótrúlegt hvað tíminn flýgur alltaf á undan mann :(
Hugmyndin en góð en ég kemst því miður ekki, búið að plana helgina.. góða skemmtun í Svíþjóð Guðný mín! Er einhver séns á að rekast á þig á ættarmóti fyrir norðan í lok júní??
kiss kiss,
sd
Skrifa ummæli