09 júní 2006

Margt að hlakka til.. ;)

Já það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni næstu vikurnar..

- Í kvöld förum við Klaus út að borða á geggjaðan veitingastað sem heitir 1.th... já hann heitir fyrsta hæð til hægri! Staðurinn er innréttaður í gömlu íbúðarhúsnæði og upplifunin á að vera eins og að mæta í matarboð hjá kokkunum. Maður pantar og borgar fyrirfram, mætir á staðinn og fær engu ráðið um matseðilinn. Fyrst er fordrykkur í stofunni svo er farið einn í eldhús og kokkarnir eru bókstaflega við hliðina á manni að elda. Svo er boðið upp á 6-8 rétta matseðil og vínin eru sérvalin fyrir hvern rétt! Þetta verður æðislegt. Anita yfirkokkurinn gaf okkur gjafabréf í tilefni af velgengi Klaus í Bern en hún var hjálpaði Klaus heilmikið fyrir danska mótið við að hanna frjálsa drykkinn hans og kom svo með okkur til Bern. úff úff hvað ég hlakka til og verð að passa mig að vera VEL svöng ;)

- Næsta vika; veðurkortin sýna heiðskýra sól alla næstu viku og 23-27 stiga hita!! já, það er stundum er gott að vera hálf atvinnulaus.. he he..

- 21. til 27. júní verð ég á ástkæra ylhýra Íslandi!! Sissa og Leifur eru að fara að gifta sig og það verður rosa veisla í garðinum og mér skilst að tvö nágrannahús hafi lánað garðana sína líka!! Aðalpartýið verður semsagt á Ránargötunni þá helgi!! Eldsnemma morguninn eftir bruna ég svo til Akureyrar að hitta familíuna á ættarmóti inní Eyjafjarðarsveit! Það er eins gott að pabbi grilli eitthvað ofaní mann þá!! ;)

- 29. júní - 2.júlí verð ég að vinna sem kaffibarþjónn á Hróarskelduhátíðinni! ;) Estate Coffee var beðið um að koma í samstarf við Max Havelaar sem ætlar að reka kaffihús á hátíðinni og bjóða aðeins uppá FAIR TRADE vörur. Og díllinn er góður.. við kaffibarþjónarnir erum bara að vinna 24 tíma alls yfir alla helgina og getum því notið tónleikanna restina af helginni. Og við þurfum ekki að standa í afgreiðslunni heldur á kaffihúsinu, verðum bara í því að framleiða kaffidrykki, sem er ekki verra. Ég hef heyrt ýmsar sögur frá Hróarskeldu þannig að þetta verður spennandi.. ég á regngalla.. vantar því bara gúmmístígvél, svefnpoka og tjald!!

-4. til 11. júlí koma pabbi og mamma í heimsókn til Kaupmannahafnar. Það verður gaman að fá þau og maður er þegar farin að sigta út staði sem líklegt er að þau myndu vilja kíkja á.. ;)

-ÁSTRALÍA.. dagsetningar eru ekki alveg komnar á hreint en farið verður seinnipartinn í júlí ;) það var farið að líta út fyrir að ég kæmist ekki með því það er svo hrikalega dýrt að fljúga þangað. Þá ákvað minn heittelskaði að bjóða upp á vöruskipti, þ.e.a.s. að ég fengi Ástralíuferð í afmælisgjöf í staðinn fyrir Berlínarferðina sem hann gaf mér síðastliðinn nóvember en við höfum enn ekki farið í. Ekki slæm skipti það!!! Það er alltaf hægt að fara til Berlínar.. he he

Ágúst mánuður er hinsvega ekki planaður ennþá en ég fæ að vita í lok júlí hvort ég kemst inn í háskólann þannig að þær fréttir koma til með að hafa talsverð áhrif á framhaldið... ;)

Góða helgi elskurnar!

4 ummæli:

Sigrún sagði...

Ooohh ekkert smá exotic og spennandi líf þegar maður les þetta svona í einni bunu. Njóttu vel segi ég nú bara! Annars er ég komin í alvöru sumarfrí og ætla að flatmaga í sömu 23-7 gráðunum og þú í næstu viku, svona EF þú vilt kíkja í heimsókn.

knús knús
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Vá, greinilega margt skemmtilegt framundan mín kæra. Verðurðu ekki örugglega hjá mér þegar þú kemur? Svo var ég að hugsa um að skella mér með þér norður. :o)
Heyrumst fljótt, þín Vigdís.

Sigga Dóra sagði...

jú, Vigdís.. ég verð pottþétt hjá þér og hlakka mikið til.. er að lenda mjög seint samt á miðv.dagskvöldinu.. um miðnætti held ég.. en bíllinn hans Hödda verður á vellinum þannig að ég get brunað beint í bæinn. Geggjað að fá þig með norður :) ohh, hvað ég hlakka til!!
kiss kiss,
sd

Nafnlaus sagði...

Frábært! Hlakka líka rosalega mikið til að fá þig aðeins heim!
Kossar og knús, Vigdís. :o)