14 júní 2006

Sól og sumar..

það vantar ekki hitann og svitann hér í Köben þessa dagana. Eins og sannur Íslendingur rembist ég og rembist við að láta sólina sleikja mig þrátt fyrir að líða hálf ömurlega í þessari steik. Og fyrir hvað?? Ég er víst þannig gerð að ég tek lítinn sem engann lit og verð aðallega bleik og freknótt... andvarp! Af einhverjum undarlegum ásæðum verða allir í minni fjölskyldu kaffibrúnir við minnstu sólarglætu... en ég verð aldrei neitt meira en mildur latte :(

Ástralía..

Ferðaplanið er allt að smella saman. Þetta verður jafnvel 2ja vikna ferð enda varla hægt að fljúga svona langt án þess að stoppa aðeins. Auk kaffi ráðstefnunnar í Sydney förum við jafnvel til Melbourne og í stutta ferð að skoða vín-og kaffiræktunarhéröð.

Brasilía..

Jahátss!! Við erum sko á leiðinni til Brasilíu líka!! Daterra kaffibúgarðurinn býður okkur í tilefni að Klaus notaði kaffið þeirra í blönduna sína á heimsmeistaramótinu. Og í þetta skiptið er mér formlega boðið með og allur minn kostnaður greiddur líka. 10 dagar í ágúst. Byrjum í Sao Paulo og verðum með kaffibarþjóna þjálfun í einn dag. Næsta dag verður svo einhver 'media lunch' þar sem Klaus talar um Daterra kaffið. Svo förum við í 2-3 daga á Daterra búgarðinn sem er norður af Sao Paulo skilst mér. Síðustu dagana verðum við svo í Rio de Janeiro ;)

Hljómar of gott til að vera satt!

5 ummæli:

Sigrún sagði...

Je dúdda mía you globetrotter you. Ekki gastu nú séð þetta fyrir þegar þú í sakleysi þínu byrjaðir að vinna á Kaffitári - eller vad?

p.s. ég er líka brú-hún ligga ligga lái. (já já það er auðvitað miklu betra en að vera að fara til Ástralíu og Brasilíu... he he he)

Maja pæja sagði...

váts.. ég er ekkert smá abbó.. en frábært!! Ég er svo happy for you hun og mikið hlakka ég til að fá að knúsa þig :)

Nafnlaus sagði...

það er strönd á vestfjörðum þar sem er svo kalt að allir eru í fötum og því þarftu ekki að vera brún, það tekur engin eftir því hí hí

hvernig væri að skella Ísó á ferðaplanið gamla

knús
Guðný

Nafnlaus sagði...

GEÐVEIKT!!! Og ekki var hún Lára Halla nokkurn tímann búin að segja þér neitt af þessu;D Lífið á víst bara að koma manni á óvart ... :) Njóttu þess!:*

Nafnlaus sagði...

Hæææææ

Var að frétta af öllu ævintýrinum þínum/ykkar og varð bara að kíkja á síðuna þína!!
Vá hvað þið eruð flott og happy og allt svo spennnó.
Skoðaði myndirnar þínar líka.....rosalega flottar myndir!!

Hafðu það gott og góðaferð hinumegin á hnöttinn!!

ÓLÖF
p.s. wow hvað það var gaman að sjá "krakkana þína" í USA!!