28 júní 2006

Yndislegt að komast aðeins til Íslands.. ;)

Er nýkomin úr stuttri ferð til Íslands. Það var ofsalega gott að komast aðeins heim og ég náði að hitta alveg ótrúlega marga á met tíma.

Hef reyndar ekki tíma fyrir að skrá ferðasöguna núna þar sem ég er að græja mig fyrir Roskilde hátíðina.. en vil samt setja inn 2-3 myndir...

Þetta gullfallega par gifti sig til dæmis í garðinum sínum á Ránargötunni í Reykjavík. Ég hef nú komið í nokkur brúðkaupin en elsku Sissa og Leifur mega eiga það, að þetta var eitt það fallegasta og skemmtilegasta og auðvitað pínu gaga, sem ég hef komið í! ;)


Nú keyra þau um frönsku rívíeruna í 2ja sæta-blæju-Mercedes Bens... ;)

Svo brunaði ég norður með Vigdísi.. Fjölskyldan grillaði í bústaðnum í norðlenskri blíðu. Okkar bústaður er svona alvöru.. hvorki með rafmagn né heitt vatn.. Pabbi stóð í tilraunastarfsemi; hitaði vatn með gömlum kolakatli og fyllti þetta fínasta salt kar af tæplega 40 gráðu heitu vatni!


Ungir sem aldnir voru ánægðir með afraksturinn! ;)Þessar skvísur voru í miklu stuði! Jakobína og Katrín Björk kunnu vel að meta uppátæki frænda síns.. Þessar píur eiga eftir að verða sannar drottningar! ;)Ég set inn fleiri myndir seinna... Roskilde er næst á dagskrá. Það er spáð sól og blíðu en ég keypti samt gúmmístíbba og verð öllu viðbúin...

kiss kiss,
sd

Engin ummæli: