28 júní 2006

Yndislegt að komast aðeins til Íslands.. ;)

Er nýkomin úr stuttri ferð til Íslands. Það var ofsalega gott að komast aðeins heim og ég náði að hitta alveg ótrúlega marga á met tíma.

Hef reyndar ekki tíma fyrir að skrá ferðasöguna núna þar sem ég er að græja mig fyrir Roskilde hátíðina.. en vil samt setja inn 2-3 myndir...

Þetta gullfallega par gifti sig til dæmis í garðinum sínum á Ránargötunni í Reykjavík. Ég hef nú komið í nokkur brúðkaupin en elsku Sissa og Leifur mega eiga það, að þetta var eitt það fallegasta og skemmtilegasta og auðvitað pínu gaga, sem ég hef komið í! ;)


Nú keyra þau um frönsku rívíeruna í 2ja sæta-blæju-Mercedes Bens... ;)

Svo brunaði ég norður með Vigdísi.. Fjölskyldan grillaði í bústaðnum í norðlenskri blíðu. Okkar bústaður er svona alvöru.. hvorki með rafmagn né heitt vatn.. Pabbi stóð í tilraunastarfsemi; hitaði vatn með gömlum kolakatli og fyllti þetta fínasta salt kar af tæplega 40 gráðu heitu vatni!


Ungir sem aldnir voru ánægðir með afraksturinn! ;)



Þessar skvísur voru í miklu stuði! Jakobína og Katrín Björk kunnu vel að meta uppátæki frænda síns.. Þessar píur eiga eftir að verða sannar drottningar! ;)



Ég set inn fleiri myndir seinna... Roskilde er næst á dagskrá. Það er spáð sól og blíðu en ég keypti samt gúmmístíbba og verð öllu viðbúin...

kiss kiss,
sd

14 júní 2006

Sól og sumar..

það vantar ekki hitann og svitann hér í Köben þessa dagana. Eins og sannur Íslendingur rembist ég og rembist við að láta sólina sleikja mig þrátt fyrir að líða hálf ömurlega í þessari steik. Og fyrir hvað?? Ég er víst þannig gerð að ég tek lítinn sem engann lit og verð aðallega bleik og freknótt... andvarp! Af einhverjum undarlegum ásæðum verða allir í minni fjölskyldu kaffibrúnir við minnstu sólarglætu... en ég verð aldrei neitt meira en mildur latte :(

Ástralía..

Ferðaplanið er allt að smella saman. Þetta verður jafnvel 2ja vikna ferð enda varla hægt að fljúga svona langt án þess að stoppa aðeins. Auk kaffi ráðstefnunnar í Sydney förum við jafnvel til Melbourne og í stutta ferð að skoða vín-og kaffiræktunarhéröð.

Brasilía..

Jahátss!! Við erum sko á leiðinni til Brasilíu líka!! Daterra kaffibúgarðurinn býður okkur í tilefni að Klaus notaði kaffið þeirra í blönduna sína á heimsmeistaramótinu. Og í þetta skiptið er mér formlega boðið með og allur minn kostnaður greiddur líka. 10 dagar í ágúst. Byrjum í Sao Paulo og verðum með kaffibarþjóna þjálfun í einn dag. Næsta dag verður svo einhver 'media lunch' þar sem Klaus talar um Daterra kaffið. Svo förum við í 2-3 daga á Daterra búgarðinn sem er norður af Sao Paulo skilst mér. Síðustu dagana verðum við svo í Rio de Janeiro ;)

Hljómar of gott til að vera satt!

09 júní 2006

Margt að hlakka til.. ;)

Já það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni næstu vikurnar..

- Í kvöld förum við Klaus út að borða á geggjaðan veitingastað sem heitir 1.th... já hann heitir fyrsta hæð til hægri! Staðurinn er innréttaður í gömlu íbúðarhúsnæði og upplifunin á að vera eins og að mæta í matarboð hjá kokkunum. Maður pantar og borgar fyrirfram, mætir á staðinn og fær engu ráðið um matseðilinn. Fyrst er fordrykkur í stofunni svo er farið einn í eldhús og kokkarnir eru bókstaflega við hliðina á manni að elda. Svo er boðið upp á 6-8 rétta matseðil og vínin eru sérvalin fyrir hvern rétt! Þetta verður æðislegt. Anita yfirkokkurinn gaf okkur gjafabréf í tilefni af velgengi Klaus í Bern en hún var hjálpaði Klaus heilmikið fyrir danska mótið við að hanna frjálsa drykkinn hans og kom svo með okkur til Bern. úff úff hvað ég hlakka til og verð að passa mig að vera VEL svöng ;)

- Næsta vika; veðurkortin sýna heiðskýra sól alla næstu viku og 23-27 stiga hita!! já, það er stundum er gott að vera hálf atvinnulaus.. he he..

- 21. til 27. júní verð ég á ástkæra ylhýra Íslandi!! Sissa og Leifur eru að fara að gifta sig og það verður rosa veisla í garðinum og mér skilst að tvö nágrannahús hafi lánað garðana sína líka!! Aðalpartýið verður semsagt á Ránargötunni þá helgi!! Eldsnemma morguninn eftir bruna ég svo til Akureyrar að hitta familíuna á ættarmóti inní Eyjafjarðarsveit! Það er eins gott að pabbi grilli eitthvað ofaní mann þá!! ;)

- 29. júní - 2.júlí verð ég að vinna sem kaffibarþjónn á Hróarskelduhátíðinni! ;) Estate Coffee var beðið um að koma í samstarf við Max Havelaar sem ætlar að reka kaffihús á hátíðinni og bjóða aðeins uppá FAIR TRADE vörur. Og díllinn er góður.. við kaffibarþjónarnir erum bara að vinna 24 tíma alls yfir alla helgina og getum því notið tónleikanna restina af helginni. Og við þurfum ekki að standa í afgreiðslunni heldur á kaffihúsinu, verðum bara í því að framleiða kaffidrykki, sem er ekki verra. Ég hef heyrt ýmsar sögur frá Hróarskeldu þannig að þetta verður spennandi.. ég á regngalla.. vantar því bara gúmmístígvél, svefnpoka og tjald!!

-4. til 11. júlí koma pabbi og mamma í heimsókn til Kaupmannahafnar. Það verður gaman að fá þau og maður er þegar farin að sigta út staði sem líklegt er að þau myndu vilja kíkja á.. ;)

-ÁSTRALÍA.. dagsetningar eru ekki alveg komnar á hreint en farið verður seinnipartinn í júlí ;) það var farið að líta út fyrir að ég kæmist ekki með því það er svo hrikalega dýrt að fljúga þangað. Þá ákvað minn heittelskaði að bjóða upp á vöruskipti, þ.e.a.s. að ég fengi Ástralíuferð í afmælisgjöf í staðinn fyrir Berlínarferðina sem hann gaf mér síðastliðinn nóvember en við höfum enn ekki farið í. Ekki slæm skipti það!!! Það er alltaf hægt að fara til Berlínar.. he he

Ágúst mánuður er hinsvega ekki planaður ennþá en ég fæ að vita í lok júlí hvort ég kemst inn í háskólann þannig að þær fréttir koma til með að hafa talsverð áhrif á framhaldið... ;)

Góða helgi elskurnar!