YESSSSS! :)
Taskan mín er loksins komin í hús og myndavélin og linsurnar eru í fullkomnu lagi! Þvílíkur léttir!! Reyndar voru sum fötin mín blaut.. en það er nú ekkert mál. Ég var sko farin að ímynda mér allt það versta og orðin viss um að ég sæi dótið mitt aldrei aftur. JEIII!! ég er alveg í skýjunum núna og hef aldrei verið jafn snögg að ganga frá úr töskunni ;) venjulega tekur það mig nokkra daga..
En fyrsti skóladagurinn var í dag. Mér líst bara nokkuð vel á þetta og kennaranum tókst að gera viðfangsefnið - the company and its historical settings- bara nokkuð áhugavert ;) Ég er ennþá að berjast við HR um að senda mér fullnægjandi pappíra yfir námið mitt þar svo ég geti sótt um að fá einingarnar metnar. Það ætlar að reynast þeim erfitt að lýsa almennilega kúrsunum sem eru kenndir hjá þeim... vonum það besta. Það er hinsvegar nóg lesefni framundan og margt misskemmtilegt eins og gengur og gerist.
Maj-Britt og Einar kærastinn hennar eru í stuttu stoppi hér í Köben. Við Klaus ætlum út að borða með þeim annað kvöld á Spiseloppen í Kristjaníu. Úff hvað ég hlakka til að knúsa hana Mæbbu mína!! .. og hitta kærastann auðvitað ;)
þangað til næst,
kiss kiss..
sd
29 ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Takk kærlega fyrir frabæra kvoldstund. Thetta var mjog gaman. Hlakka til ad knusa thig aftur thann 4. sept og taka sma sludursessjon... knus fra mer og Einar bidur ad heilsa ;)
ps. thu knusar nu alveg serstaklega vel hi hi
Elsku Sigga Dóra mín. Mikið sakna ég þín þessa dagana. Ég þarf að gefa mér góðan tíma í að lesa yfir bloggið þitt svo ég nái áttum, mér finnst ég hafa misst af öllu í sumar. Heyri í þér mjög fljótlega, er á æfingum á hverju kvöldi þessa dagana....
Lovjú!
Þín Vigdís.
Hæ sæta mín,
gott að heyra að taskan skilaði sér með öllu. Hrikalegt að vera í ferðalagi með ekkert af dótinu sínu. ÚFF analistinn ég bara gæti það ekki held ég. En hvenær getum við hist? Get ekki boðið svona paradæmi en get ég ekki hitt ykkur MajBritt þarna 4 sept?
Brilliant hugmynd Sigrún.. úff hvað verður gaman!! ;)
Hæ hó,
Verð komin á Hovedbane kl. 12:57!
Hlakka til að sjá þig dúllan mín,
Sigrun
Skrifa ummæli