07 desember 2006

Hangikjet, laufabrauð, íbúðarleit og Kosta Ríka..

Jamms, hangikjetið og laufabrauðið er komið í hús :) Elsku pabbi og mamma geta náttúrulega ekki hugsað sér annað en ég fái eitthvað almennilegt að éta á jólunum og sendu mér þessar kræsingar. Foreldrar Klaus voru hér um helgina og þeim leist vel á þegar ég sagði þeim að ég kæmi með smá nesti með mér ;) Jólin hér eru sko ekki síðri átveisla heldur enn heima og því fjölbreyttara því betra!

Íbúðarleitin gengur ekki neitt!! Helv..ansk..djöf.. hvað þetta pirrar mig :( Íbúðamiðlanirnar sem eru á netinu eru meira og minna peningaplokk, bara tilbúnar auglýsingar og algjört plat. Den Blå Avis þarf maður næstum því að kaupa kl.4 á morgnanna því það er nánast búið að leigja allt út sem auglýst er fyrir kl.10. Svo er málið að fólk er að auglýsa íbúðirnar sínar svo seint af því að þær fara svo fljótt.. Ef ég væri ekki svona stressuð yfir þessu þá myndi ég ekkert byrja að leita fyrr en tveim vikum áður en ég þarf að vera flutt út.. pirr pirr!! En ég vil helst vera búin að finna eitthvað áður en ég kem heim til Íslands því við verðum voða lítið heima í janúar...

Jáháts, við vorum nefnilega að staðfesta ferð til Kosta Ríka í janúar að heimsækja La Minita kaffibúgarðinn!! Pælið í því!! Komum heim frá Íslandi 8.jan og förum út aftur 11. og verðum í 9 daga... þá er kominn 21.jan og daginn eftir fer Klaus til Amsterdam í 3-4 daga... þetta flokkast nú bara undir kæruleysi af verstu gerð!! Við verðum á fjandans götunni 1.feb! Ég hangi bara í "þetta reddast" gírnum ;)

Svo eru prófin að skella á eftir 10 daga og ég er drullustressuð.. allavega fyrir rekstrarhagfræðina :( Ég get ekki einu sinni líkt þessum kúrs saman við þann sem ég tók í THí.. skil sko ekkert hvað maðurinn er að tala um!! Ekkert nema einhver stærðfæði og graf-teikningar.."Fallinn með 4.9" sönglar í hausnum á mér.. og upptökuprófið er tveim dögum eftir að ég kem frá Kosta Ríka þannig að ekki hjálpar það heldur.. pirr pirr!

og jólagjafirnar.. er ekki einu sinni byrjuð að kaupa þær :( Reyndar kemur Sissa til mín á sunnudaginn í svokallaða "shop-until-you-drop" ferð.. þá ætla ég að nota tækifærið og bara afgreiða jólainnkaupin á þessum tveim dögum.. ó hvað ég hlakka til að fá hana Sissu mína í heimsókn!! :)

jæja.. best að hætta þessu væli og sökkva sér ofan í bækurnar en ég segi nú bara; hvar er kósí aðventan???

kiss kiss,
sd ..á barmi taugaáfalls ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey þú ef ég þekki þig rétt þá rúllar þú þessu upp. oG þetta með húsnæðið ja það reddast alltaf eins skrítið og það er. Bara að setja nógu marga í málið.
Hlakka ekki lítið til þess að sjá þig um jólin

kossar og knús frá Sauðárkróki
Guðný

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Ef þér kippir íkynið þ.e.a.s. móðurættina þá er aðventan eitt allsherjar stresskast. Minni þig á jólagjafafyrispurn sem ég gerði fyrir fáeinum vikum. Þú manst netfangið okkar. Þið dettið örugglega ofan á íbúð á næstunni og það er góðs viti að halda að maður falli á prófum og verkefnum svo hafðu engar áhyggjur. Jólastresskveðjur, mamma.

Nafnlaus sagði...

Já ég vona svo sannarlega að þetta gangi fljótt og vel fyrir sig hjá ykkur Sigga Dóra mín. Prófin..... uss, þau koma og fara..... og smá kæruleysi hefur nú aldrei skaðað þig elskan mín, hjálpar bara ef eitthvað er! :o) Lovjú, gangi þér vel!
Þín Vigdís.

Maja pæja sagði...

hef nú engar áhyggjur af þessu svís, þetta smellur allt áður en að þú veist af :) og umm spennandi ferðalög !!