09 mars 2007

Gígja vinkona á afmæli í dag!!


Til hamingju með daginn elsku Gígja mín. Vona að þú njótir hans vel!
Getur það passað að við séum búnar að þekkjast í rúmlega 15 ár??
Mér fannst sko Gígja þvílíkt borgarbarn þegar hún flutti úr Rvk í Eyjarfjarðarsveit og byrjaði að vinna með mér í Blómaskálanum Vín, í sumarvinnu og með skóla. Við urðum fljótt góðar vinkonur, hún kynntist Tomma sínum og ég man mjög greinilega eftir einum samtali sem við áttum varðandi framtíðina. Við sátum í mat í vinnunni, Gígja og Tommi voru búin að vera saman í 1-2 ár (já, við unnum LENGI í Vín!!) og við vorum að tala um brúðkaup. Ég nefndi eitthvað um hvað ég hlakkaði til að sjá hvernig brúðkaup hennar og Tomma yrði. Gígja leit á mig stórhneyksluð og sagðist sko ekkert vita hvort mér yrðið boðið og hvort hún vissi yfir höfuð hvort við yrðum ennþá vinkonur þegar að því kæmi að hún myndi gifta sig! Mér fannst þetta nú ferlega asnaleg viðbrögð..var náttúrulega svo barnaleg eitthvað og leit bara á það sem sjálfsagðan hlut að við yrðum vinkonur það sem eftir er.

Núna þegar ég lít tilbaka vil ég meina að Gígja hafi verið alveg einstaklega bráðþroska í hugsun ;) að gera sér grein fyrir þessu, því það eru svo ótrúlegar margar æskuvinkonur sem maður er alveg búin að missa samband við en maður hélt alltaf að þetta yrðu sömu samlokusamböndin að eilífu.

En mér var nú boðið í brúðkaupið :) Og við höfum verið góðar vinkonur alla tíð síðan. Það líður oft alltof langt milli þess að við sjáumst en þegar við hittumst loks þá er eins og ekkert hafi breyst.. og þannig eru bestu vinátturnar! :)

Knús til þín Gígja mín!

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Dóra mín, betri afmælisgjöf gat ég ekki fengið!!! Ég er búin að hlæja og gráta yfir þessu bloggi þínu!;D Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu og varð alveg miður mín þegar þú lýstir þessum viðbrögðum mínum, en fyrst að þú komst að þessari niðurstöðu varðandi þau þá er ég bara sátt (líður samt kannski pínu illa innst inni ennþá;)!
Er búin að hugsa svo mikið til þín undanfarið!
Knús og kossar og TAKK FYRIR MIG:*
Gígja.

Sigga Dóra sagði...

híhí ;) Það er samt bannað að líða illa, þetta er BARA fyndið!

lov jú!

sd

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Gígja!!! Ég er líka búin að hlægja og gráta yfir þessu bloggi hennar Siggu Dóru, hún er með þetta kellingin!
Knús og kossar!
Þín Vigdís.