01 mars 2007

Kreisí Köben..

Það er búið að vera svoddan ástand hér í Köben í dag. Eldsnemma í morgun rýmdi sérsveit lögreglunnar Ungdomshuset loksins. Þeim var skutlað niðrá þak hússins úr þyrlu og svo ruddust þeir inn og ráku allt liðið út... Síðan hefur verið hálfgert stríðsástand í sumum hverfunum hérna. Bílar og ruslagámar standa í ljósum logum, glerflöskum og múrsteinum kastað að lögreglunni og ég veit ekki hvað... búið að handtaka a.m.k. 150 manns. Fyrir stuttu leit út fyrir að allt væri að róast eftir að táragasi var beitt á liðið en þá hleypur það bara í næsta hverfi og heldur áfram þar!!
Sjálf hef ég ekki átt erindi í Nørrebro í dag þar sem ástandið hefur verið sem verst.. sem betur fer.. en maður sér brynvörðu lögreglutrukkana brunandi út um allt, þyrlur sveima stanslaust yfir miðborginni og sírenuvælið heyrist í fjarska nánast hvar sem maður er. Ef við værum ennþá í hinni íbúðinni þá hefðum við sennilega fundið meira fyrir þessu. Við erum búin að vera hálflímd við sjónvarpið allan seinnipartinn.. náttúrulega bein útsending frá þessu öllu og fréttamennirnir keppast við að vera í hringiðunni á þessu öllu saman.
Ég skil ekki alveg hvað þessir krakkar eru að pæla.. Ég skil vel að þau vilji sína eigin menningarmiðstöð en það hjálpar nú lítið að yfirtaka ólöglega heila byggingu í sjö ár og gera svo allt vitlaust þegar réttmætir eigendur vilja fá húsið sitt aftur. Svo þegar húsið er rutt þá koma í ljós birgðir af vopnum og safn af grjóti til þess eins að grýta lögregluna í mótmælaaðgerðum. Það er náttúrulega ekki séns að borgaryfirvöld geri nokkuð til að þóknast þessum hópi fólks héðan í frá.. þau eru algjörlega búin að klúðra þessu!

Bendi ykkur á þessa myndalinka á www.politiken.dk (það er ekki hægt að kópera þá):
BILLEDHJUL: Ungdomshuset ryddes
BILLEDHJUL: Voldsom aften på Nørrebro


sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dí, hvað er eiginlega að gerast þarna!! voðalega er þetta eitthvað ódanskt!! passaðu nú upp á þig... vertu bara inni að læra :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að skrifa á síðuna mín elskan mín, mikils virði að fá svona pepp. :o)

Annars hefur maður nú bara smá áhyggjur af þér þarna í stríðsástandinu..... farðu varlega mín kæra og komdu heil heim í apríl, hlakka rosalega til að sjá þig! Lovjú og missjú! Þín Vigdís.