16 september 2007

Hitt og þetta..

Jæja það er nú alveg tæp vika síðan ég kom frá Mexíkó... Sú ferð gekk ljómandi vel. Það er alltaf voðalega vel hugsað um okkur dómarana þarna úti. Fórum út að borða á voða fínum veitingastöðum á hverju kvöldi, drukkum gæða tequila og skemmtum okkur vel. Keppnin gekk eins og í sögu og Salvador, meistarinn frá því í fyrra varði titilinn. Við náðum aðeins að skoða okkur um í borginni..fórum t.d í hús Fridu Kahlo og röltum um í huggulegum borgarhlutum sem ég man ekki hvað heita... ehhh.. ;) Kíktum á markað en ég fann ekkert sem mig langaði að kaupa.

Svo kom ég heim með einhverja magakveisu og jafnaði mig eiginlega ekkert fyrr en á fimmtudaginn. Drattaðist nú samt í skólann flesta dagana enda veitir ekki af ;) Helgin hefur aðallega farið í að taka uppúr kössum og reyna að skipuleggja eitthvað hér innanhúss.. þetta er nú allt að koma en samt svolítið tómlegt hér í stofunni vegna sófaleysisins ;) En við erum mjög afslöppuð yfir þessu og ekkert stress í gangi. Baðherbergið er sennilega næst á dagskrá... þegar ég nenni ;) Það fer voðalega vel um okkur hérna og ég er ástfangin af uppþvottavélinni okkar!! Finnst ég vera að græða þvílíkan tíma á því að þurfa ekki að standa í uppvaski lengur.. he he..

Svo fékk ég gleðifréttir í gærmorgun - Maj-Britt vinkona eignaðist litla stelpu á föstudaginn!! :) Allt gekk vel og litla fjölskyldan í Borgarnesi er náttúrulega í skýjunum. Innilegar hamingjuóskir til ykkar aftur elsku Maj-Britt mín!! Hlakka til að sjá myndir af skvísunni ;)


þangað til næst...

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra loksins frá þér elskan mín! Hafðu það gott og ég bið að heilsa Klaus!

p.s. til hamingju með dúlluna Maj-Britt! :o)

Nafnlaus sagði...

Takk takk takk :) hlakka til að fá þig aftur í heimsókn og prinsessan vill knúsa þig :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Sigga Dóra. Til hamingju með nýju íbúðina :) Alltaf jafn gaman að fylgjast með þér. Mér finnst ótrúlegt að skólinn sé að verða búinn... þú hefur samt verið að gera svo spennandi hluti að ég væri næstum til í að skipta ;)

Það er búið að taka lásinn af albúminu hjá okkur :o) var ekki að virka eins og hann átti að gera. Þannig að endilega kíktu á strákinn .

Bið rosa vel að heilsa.
Kv. Gerður Hlín