Próflestur framundan..
Fyrir utan einstaka vinnudaga inná milli þá eiga næstu 10 dagar að vera algjörir lestrardagar, með 150% einbeitingu og engri truflun!! ehhh.. ein svolítið bjartsýn!! ;) Það má allavega byrja að rigna núna svo ég geti haldið mig innandyra fram til 29.maí.
Sumarið lítur vel út.. á von á fullt af heimsóknum. Guðný vinkona stoppar í millilendingu frá Balí í byrjun júní. Seinnipartinn í júní verður heimsmeistaramót kaffibarþjóna haldið hér í Kaupmannahöfn sem þýðir að bærinn verður fullur af kaffivinum okkar frá öllum heiminum - þetta verður þvílíkt stuð! Í lok júní stoppar svo Sveina í einhverjar nætur á leiðinni til Finnlands :)
Ég verð reyndar ekki alveg laus við skólann í sumar. Ákvað að taka eitt fag í sumarskóla í júlí. Ég vissi að ég fengi aldrei 100% vinnu í sumar þar sem við erum svo margar skólastelpur í vinnunni sem vilja fleiri vagtir í sumar að ég ákvað bara að taka einn kúrs og hafa þá bara aðeins minna að lesa næsta haust og geta þá unnið aðeins meira með... jafnar tekjur eru lykilatriði þessa dagana ;)
En það verður nú samt gaman í júlí líka! Vigdís heimsækir mig um miðjan mánuðinn og í lok máðarins förum við til Jótlands í stórafmæli. Mamma Klaus verður sextug og það er búið að bjóða allri ættinni að koma og tjalda úti á túni í tilefni dagsins! Eða svona næstum því ;) þetta verður mjög huggó á danska vísu!
Við tökum svo tveggja vikna frí um miðjan ágúst.. við erum ekki alveg búin að plana það. Okkur langar svakalega mikið að nota hluta þess til að gera eitthvað sem er ekki tengt kaffi og án allra fjölskyldu heimsókna!! he he.. ekki illa meint. Okkur langar helst að fljúga til Parísar, kíkja aðeins á borgina og keyra svo eitthvað út í franska sveit og gista nokkrar nætur á litlu gistiheimili eða bændagistingu. Reynum að plana þetta almennilega þegar ég er búin í prófinu.
Svo er allavega stefnan hjá mér að koma til Íslands í lok sumars.. vonandi kemst Klaus með þetta skiptið.
Þannig að það er sko nóg að gera næstu mánuði. Verst hvað sumarið líður alltaf hratt - væri til í að hafa þetta alltaf svona!
knús,
sd
18 maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
oooh ég vildi það væri sól á Íslandi bara aðeins oftar. Sakna afslöppunarinnar í Lundi og rassinn minn saknar hjólsins míns!! :)
Jú, jú Sigga Dóra mín, ég kem 23 og ætla að fá að lúlla 2 nætur á leiðinni til NOREGS :-) manstu ég var að hugsa um að koma við hjá þér í fyrra á leiðinni frá Finlandi. Svona líður tíminn fljótt. Hlakka til að sjá ykkur í lok júni,
kv Sveina
Skrifa ummæli