11 janúar 2009

Jæja..Gleðilegt árið! ;)

Eitthvað lítið um blogg gleði þessa dagana ha? ;) En það er svosem ekkert svakalega mikið að frétta. Við héldum uppá áramótin heima hjá Mayru vinkonu minni, hennar manni og fleira vinafólki þeirra. Mayra er frá Brasilíu, með mikinn áhuga á thailenskum mat og borðar ekki rautt kjöt þannig að matseðillinn var mjög alþjóðlegur og óhefðbundinn. Að brasilískum sið tók borðhaldið fleiri fleiri klukkutíma :) Og frá svölunum þeirra var gott útsýni yfir borgina um miðnætti. Ég vil meina að Danir séu mun verri en Íslendingar þegar kemur að flugeldum, þeir sprengja mikið en virðast ekkert kunna að fara með þá. Sá til dæmis þó nokkur dæmi þar sem fólk skaut bara af svölunum hjá sér!! Best að halda sig innandyra á áramótunum hér! En kvöldið tókst bara mjög vel í alla staði.

Mallakútur þrífst bara vel og er orðinn 35 vikna í dag :) Rétt eftir jólin fannst mér ég allt í einu orðin voða þung á mér og eitthvað drusluleg og skrifaði þetta auðvitað strax á óléttuna. En eftir að við komum aftur til Köben og eftir nokkra daga í daglega hjóleríinu þá fattaði ég að þetta var nú bara eitthvað slen vegna ofáts og hreyfingarleysis!!! Er strax orðin mikið sprækari aftur og finnst eiginlega bara hálf bjánalegt að ég sé að fara í fæðingarorlof eftir tæpa viku! En hér býðst manni að hætta að vinna fjórum vikum fyrir settan dag án þess að það dragist frá orlofinu eftir fæðinguna þannig að ég ákvað að nýta mér það bara.. en gæti nú auðveldlega unnið lengur. Ekki það að ég láti mér leiðast af aðgerðarleysi. Þarf nú að byrja að undirbúa eitthvað hér heima og ég mæti nú á þá fyrirlestra sem eru í gangi í skólanum alveg eins og ég get fram að fæðingu. Það verður nú ýmsu komið í verk hér um næstu helgi. Pabbi hans Klaus kemur frá Jótlandi með vöggu og skiptiborð og um leið hjálpar hann okkur að setja upp fataskápinn sem við keyptum í síðustu viku. Eftir þá helgi er aðallega svona þvottastúss eftir, fara í gegnum föt sem við fáum lánuð og svo kaupa það smotterí sem vantar. Annars finnst mér ég hafa nógan tíma - er eitthvað svo viss um að ég gangi slatta fram yfir og dönsku ljósurnar eru sko ekkert að ýta á eftir þessu fyrr en við 42 vikur í fyrsta lagi! Þannig að ég á miklu frekar von á pungsa litla í lok febrúar en um miðjan mánuðinn.. þangað til eitthvað annað kemur í ljós ;)

knús á línuna ;)

3 ummæli:

Veinólína sagði...

Vá hvað þetta er spennandi! Ég er ekki að ná því að þetta sé að bresta á Sigga Dóra! Áttu fleiri óléttumyndir af þér sem þú getur sent mér svo ég nái þessu... ;)

Farðu vel með þig og ekki ofkeyra þig þótt þér virðist þú vera spræk... þú þarft að hafa orku þegar að þessu kemur, ekki satt?

Knús til Klaus og pungsa!
þín Vigdís.

Maja pæja sagði...

Gleðilegt ár elskan mín. Já nú fer að koma að þessu hjá þér elskan. Ekki hafa neinar áhyggur, þetta er svo yndislegt og gaman og lærist um leið. Bara að vera passlega kærulaus og ekki stressa sig yfir öllu.... við höfum allaveganna spilað þetta eftir aðstæðum og það hefur heppnast svo vel hjá okkur :o) Ég trúi því varla ennþá að við séum 4ra manna famelía. Ég hlakka svo til að sjá kútinn þinn og ennþá meira að fá að knúsa hann. Gangi þér rosalega vel á endasprettinum og gott að heyra hvað þú ert spræk :*

Nafnlaus sagði...

Æi, bara gaman ef pungsi litli ákveður að vera lítill rólegur fiskur;)
Heppin að vera á leið í fæðingarorlof ... Guð, hvað ég væri til í það núna í kreppunni!!!
Knús og kossar:*
Gígja.