08 febrúar 2009

Hnoðrinn okkar er fæddur! :)





Fæddur 6.febrúar kl.00.47, tæpar 11 merkur og 49cm. Algjör draumur! :)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá takk fyrir þessar myndir, hann er bara yndislegur, ekki frá því að það sé einhver kunnulegur svipur á honum. Flott stærð hann er alveg jafn stór og Skírnir var og aðeins stærri en Árdís. Flottar svona vasaútgáfur.

Kossar og þúsund knús til ykkar hlakka síðan til að hitta unga mannninn í eigin persónu

Guðný

Nafnlaus sagði...

Hann er algjört æði, eins og lítil dúkka:) Til hamingju með hann.

kv. frá öllum á Ósi

Nafnlaus sagði...

Æji hann er yndislegur. Ég kann svo vel á þessa stærð. Bæði Sveina og Guðný voru svona. Segi eins og Guðný einhver kunnuglegur svipur á honum.
Gangi ykkur vel elsku Sigga Dóra mín.
Kv. Stína

Nafnlaus sagði...

Búin að fatta svipinn....Halldór Smári..líkist frænda.
Stína

Nafnlaus sagði...

ohoo hvað hann er dásamlegur, svo sætur og fínn. Ég sé ekki alveg hverjum hann líkist en fallegur er hann :) Hlakka til að heyra fæðingarsöguna, knús elskan mín og hafið það gott. Heyrumst fljótt og óskaðu Klaus til hamingju frá okkur Einari og stelpunum.

Veinólína sagði...

Jusús minn hvað hann er guðdómlega sætur! Lítill hnoðri! :) Og þið ekkert smá sæt og stolt!!! :)
Til hamingju aftur elskurnar mínar, hafið það rosalega gott og njótið ykkar í nýja hlutverkinu!
Lovjú, ykkar Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Sammála mömmu Halldór Smári var það, he he gaman að þessu, Kalli horfði á mig með þú ert rugluð augnaráðinu sínu þegar ég var að spá í svipinn í gærkvöld.

Bara að skoða aðeins betur.

Knús Guðný

Sigrún sagði...

Jesú minn hvað maður er fínn og fíngerður. Litla skessan mín er nú bara algjör risi í samanburði. Njótið nú fyrstu daganna. Hlakka til að heyra meira um hvernig þetta gekk allt saman og sjá enn fleiri myndir.

knús frá okkur öllum í Laxakvíslinni
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju elsku Sigga Dóra mín...fallegur er hann!! GAngi ykkur vel!!

Koss frá okkur
ÓLÖF

Nafnlaus sagði...

Verður maður ekki að kommenta alls staðar???;) Hann er algjörlega fullkominn:) Endalaust til hamingju:* :* :*
Gígja.