25 febrúar 2009

Komnar nýjar myndir á heimasíðu Ísaks

Héðan er allt ágætt að frétta. Klaus fór aftur í vinnuna á föstudaginn var. Stutt vinnuvika sem betur fer og gott að komast í helgarfrí strax daginn eftir! ;-) En annars gengur bara vel hjá okkur Ísak hérna heima. Erum farin að skreppa í smá göngutúra og í gær skelltum við okkur á undan úrslit Danska Kaffibarþjónamótsins í Bella Center. Hann svaf þetta nú allt af sér en það var gaman að hitta gamla og góða kaffivini. Úrslitin voru í dag og Morten frá Sigfrieds Kaffebar í Árósum er nýr meistari.. hann notaði að sjálfsögðu kaffi frá The Coffee Collective! :-) Og ætlar að gera það líka þegar hann keppir á heimsmeistaramótinu í Atlanta í apríl. Við erum auðvitað voða stolt! :-)

En tíminn flýgur áfram. Ísak verður 3ja vikna á föstudaginn og þá kemur hjúkkan aftur í heimsókn. Það verður spennandi að sjá hvað hann er orðinn þungur. Hann er mjög duglegur að drekka og mjólkin flæðir um allt.. Ég er reyndar frekar sybbin eftir síðustu tvær nætur en ætla ekki að kvarta, hann er óttalega ljúfur þessi elska ;-)

3 ummæli:

Veinólína sagði...

Hann er svo fallegur! Það verður gaman að þessari bloggsíðu í framtíðinni þegar þið farið aftur í tímann til að rifja upp þessar fyrstu vikur! :)
Missjú gæs!
Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra, Hvílíkt lítið og fallegt andlit og mjög hugsi yfir einhverju, hann er nú með munn- og nefsvipinn þinn það leynir sér ekki, sérstaklega munnurinn.
Hann á heldur ekki langt að sækja það að vera alvarlegur á svipinn eða þannig, eins og þú varst fyrsta árið. Hér á Hvannavöllum er farið að huga að heppilegum fæðingarstað handa Nekó. Ég verð líklega að fara að hætta í afneituninni. Hún er komin með það stóra spena að þeir eru farnir að minna á brjóst. Þetta ætti að bresta á um eða eftir helgi ef eitthvað er að marka dýralækninn. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál, fæ höfuðverk bara við tilhugsunina, tímasetningin á þessu alveg út í hött. Kveðjur til fjölskyldunnar, mamma.

Nafnlaus sagði...

Sæl Sigga Dóra
Langt síðan ég hef kíkt á síðuna þína. Sé að margt hefur gerst í millitíðinni. Hjartanlega til hamingju með þetta allt saman. Rosalega myndarlegur strákur sem þú átt þarna. Gangi þér allt í haginn
Kveðja frá Hvanneyri
Gunnfríður