11 mars 2006

BRRRRRR...

já, hér er skítakuldi og virðist eins og hér ætli að verða endalaus vetur. -5 gráður og hvasst í dag... reyndar er heiðskýrt og fallegt en erfitt að njóta þess allur samanherptur úr kulda.

Ég er hrikalega ánægð með hópinn sem ég er með í dönskuskólanum. Við gerum okkar besta að hafa gaman af þessum 3 tímum sem við eyðum saman 4x í viku og sýnum hvert öðru ómetanlega stuðning þegar kemur að framburðar æfingum í þessu merkilega tungumáli dönskunni. Þetta er fólk frá ýmsum löndum; Íslandi, Frakklandi, Spáni, Jórdaníu, Ástralíu, Rúmeníu, Japan, Pakistan, Rússlandi og Nígeríu... og allir hafa verið mislengi í landinu, allt frá 3 vikum uppí 10 ár. Enn sem komið er gengur mér bara skítsæmilega en mér skilst að það sé engan veginn hægt að giska á hvort kennurunum detti í hug að fella mann eða ekki... :/

En nú sit ég við tölvuna og er að reyna að skrifa 2 blaðsíður það hvað ég hafi að gera í skólann sem ég er að sækja um í haust og af hverju í ósköpunum mér ætti að vera hleypt þangað inn... ;) er að þessu á síðustu stundu að sjálfsögðu.. búin að vera að dingla mér hérna í 2 mánuði og sest loksins niður við þetta 4 dögum áður en ég á að skila inn umsókninni.. týpískt!

svo bíð ég spennt eftir að heyra fréttir af Sunnu frænku og fjölskyldu en þar er von á nýjasta fölskyldumeðlimnum í heiminn á hverri stundu ;) ég veðja á að það komi önnur stelpa... :)


Hafið það gott um helgina!
kiss kiss...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja krúttlan mín.
Mikið var nú gott að heyra aðeins í þér röddina í gær. Við heyrumst vonandi betur og lengur mjög fljótlega. Vona að þér hafi gengið vel að skrifa greinargerðina.... veit að þetta getur verið bögg, maður þarf að eitthvað að kafa svo djúpt inn í sig. :o)
Lovjú!
Þín Vigdís.