Pírð augu..
já að hljómar kannski undarlega en mér finnst það virkilega góðs viti að maður sér varla fram fyrir sig í umferðinni þessa dagana! Sólin er komin á sinn réttan stað og maður farinn að píra augun aftur eftir langan tíma.. ;) Það sést fólk útí garði að spjalla í stað þess að flýja beint inn úr kuldanum og nokkrir laukar farnir að springa úr hér og þar... Þetta er BARA gott mál og yndislegt að vera á hjólinu þessa dagana ;) Nú er ég farin að fíla hjólamenningu hérna almennilega... var sko ekkert alltaf sátt við að vera að hjóla út um allt í þessum skítakulda sem hefur verið hérna..
Og tíminn líður hratt... kem til Íslands núna á mánudaginn og verð í viku í Reykjavík ;) Tilefnið er Íslandsmót kaffibarþjóna sem verður haldið á Matur 2006 í Fífunni. Er að dæma á því móti um helgina en hef nokkra daga í byrjun vikunnar til að kíkja á vini og vandamenn í borginni ;) Geggjað! ;) Klaus ætlar að koma líka en ekki fyrr en á fimmtudaginn og verður svo samferða mér heim.
Alltaf gott að koma heim.. ;)
22 mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er sjéns að panta deit á miðvikudagskvöldið???
jaháts!! ;)
Skrifa ummæli