13 mars 2006

Ætti maður að skreppa til Líbanon??

Í dag var mér boðið að fara til Líbanon í næstu viku til að dæma á Líbanska kaffibarþjónamótinu þar. Það er haldið í Beirút. Troels heimsmeistari (kaffibarþjóna.. fyrir þá sem ekki þekkja ;)) hringdi í mig og bauð mér að fara fyrsta hann kemst ekki. Get ekki neitað því að mér finnst þetta boð hrikalega freistandi en samt veit ég ekki hvort ég myndi þora.. er eitthvað gáfulegt að vera að æða til Beirút á þessum tímum svona ljóshærð?? ég þyrfti örugglega að vera klædd íslenska fánanum svo það færi ekkert á milli mála að ég er hvorki dönsk né norsk...eða hvað?? En ég þarf nú lítið að velta þessu fyrir mér því mótið fer fram í miðri viku og ég get ekki misst svo mikið úr dönskuskólanum, þá þyrfti ég pottþétt að endurtaka levelið... en skemmtilegt boð samt sem áður.. kaffibransinn kemur sífellt á óvart!

Og svo var ég í danska sjónvarpinu í gærkvöldi!! ekki lengi að koma mér á DR1!! ;) ÞAð var sýnt frá Jótlandsriðlinum þar sem ég var yfirdómari síðustu helgi í Árósum. Við vissum af einhverju sjónvarpsfólki þar en vorum búin að steingleyma þessu. Svo vorum við bara að flakka á milli stöðva í gær og svo vorum við bara sjálf á skjánum!! Við dóum næstum, þetta var hrikalega fyndið...og versta er að maður er stundum svo alvarlegur þegar maður er að dæma að ég leit út eins og ég væri að því kominn að myrða einhvern!! ekki fögur sjón það ;)

5 ummæli:

Sigrún sagði...

Hmm ég myndi amk reyna að komast að því af hverju heimsmeistarinn "kemst ekki" er það kannski af því hann þorir ekki... he he he

Líbanon er ekki bara gaman að því?

Nafnlaus sagði...

Góð já ég er enn andlaus en blogga aftur von bráðar. Minn tími mun koma.
Setti Líbanon á vogaskál áhættunar og komst að þvi að stundum er betra heima setið en.....

kossar og knús frá Ísafirði
Guðný

Nafnlaus sagði...

Born to be famous;)

Nafnlaus sagði...

svo lengi lifir sem lærir....
kveðja úr Hólabrautinni.

Maja pæja sagði...

Þú verður celeb ég er að segja þér það kona!! .....