30 apríl 2006

Latur sunnudagur..

það er ekki hægt að segja annað.. klukkan er að verða sex og ég er ennþá á náttfötunum ;) kannski bara ágætt til tilbreytingar. er samt alveg búin að vera dugleg.. henti inn 2 nýjum albúmum hér til hægri, skellti í amerískar pönnukökur í hádeginu, horfði á fullt af lélegu sjónvarpsefni, hékk á netinu í dágóða stund, svo á að elda kjulla í kvöldmat og læra smá dönsku.. ekki slæmt er það?!
hér er til dæmis mynd frá danska mótinu..




Annars var gærkvöldið mjög kósí.. við fórum í mat til Fritz og Vivi. Þau búa ca. hálftíma keyrslu norður af Kaupmannahöfn. Fritz sýndi snilldartakta á grillinu (úti í rigningunni). Bauð uppá tígrisrækjur í hvítlauk og nautasteik með rósmarín kartöflum... suddalega gott. Við höfum bæði kynnst Fritz í gegnum kaffistússið, hann þjálfar kaffibarþjóna út um allt fyrir keppnir (enda fyrrverandi heimsmeistari) og er líka dómari... hann hefur einmitt verið að vinna með Klaus fyrir danska mótið og svo aðeins meira núna fyrir heimsmeistaramótið... Við semsagt átum á okkur gat í gærkvöldi og kjöftuðum svo fram eftir kvöldi.

Tók nú engar myndir í gærkvöldi en hér erum við fjögur samt að éta á okkur gat í matarboði hjá Queen Sonju Grant. Dómaragenginu á Íslandsmótinu var öllum boðið uppá kóngakrabba úr Barentshafi ef ég man rétt og smakkaðist ekkert eðlilega vel.. Það klikka aldrei matarboðin hennar Sonju ;)



Framundan eru fleiri æfingar fyrir Bern.. það er bæði tilhlökkun og spenna í loftinu. Við keyrum niðureftir 16. maí og verðum í tæpa viku.. þetta verða strembnir dagar eins og vanalega á þessum mótum en þetta er bara svo hrikalega gaman líka ;)

bæ í bili..

5 ummæli:

Maja pæja sagði...

vá gaman að skoða myndirnar en er sammála einhverjum sem að sagði að það vantaði fleiri myndir af þér og Klaus saman :) svo langar mig að sjá íbúðina!! er maður eitthvað frekur eða ;) ... en gott að sjá og heyra að þú hefur það gott og gaman, ég sakna þín fullt kiss kiss Maj Britt

Nafnlaus sagði...

Hamingjuóskir til Klaus frá Kaffitársgenginu...
Þetta voru gleðileg tíðindi og nú er bara að sjá hver verður worldchampion....Imma eða Klaus??

kv. Ragga
hlakka til að hitta ykkur í Bern.

Sigga Dóra sagði...

Maj Britt - einhvern veginn er alltaf annað hvort okkar á myndavélinni og því engar myndir af okkur saman ;) en ég skal vinna í þessu..
íbúðin hinsvegar... það er bara ekki nógu mikið varið í hana til að spreða myndum.. ennþá dót í kössum, sjónvarpið á gólfinu og stereogræjurnar ótengdar úti í horni.. okkur langar svo mikið að finna eitthvað annað húsnæði að við nennum varla að koma okkur almennilega fyrir... sjáum til.

Raagga - takk fyrir kveðjurnar, hlökkum til að hitta ykkur öll! Þetta verður spennandi keppni ;) ertu alveg hætt að blogga kelling!! ;)

Nafnlaus sagði...

Elskan mín! Æðislegar myndir.
Sakna ykkar mikið! Knús og kossar. Vigdís. :o)

Nafnlaus sagði...

Ertu þarna elskan mín??? :o)
kv. Vigdís.