Eitt lítið blogg fyrir háttinn..
Æi hvað það gladdi mitt litla hjarta að fá öll þessi komment frá ykkur - þó að ég hafi þurft að reka pínu á eftir þeim hehe.. ;)
Hérna megin eru síðustu fyrirlestrar skólaársins að klárast á næstu dögum og ég er smám saman að hrökkva í lesgírinn. Blessuð blíðan truflar samt einbeitinguna en 'sem betur fer' er spáð þrumuveðri alla helgina þannig að ég ætti að geta haldið mig inni ;)
En meira varðandi heimsóknina í ágúst. Þónokkrir búnir að spyrja um dagsetningar.. ég kem um eða uppúr miðjum ágúst, sennilega 15.-17. ágúst.. fer allt eftir dagsetningunni á prófinu (og úrvali af flugferðum þegar skólinn drattast til að staðfesta dagsetninguna) og verð vonandi í 2 vikur. Líklegast flýg ég til Rvk og verð nokkra daga þar.. kem mér svo norður og vonandi með viðkomu í Borgarnesi að kíkja á bumbulínuna þar (kannski maður fái barasta að gista í nýju höllinni Maj Britt??). Nú ef ég þekki eina frænku mína rétt þá spyr hún núna hvort ég komi ekki líka við á Króknum á leiðinni norður??? En Guðný mín ég vil frekar koma mér beint norður frá Borgarnesi og betla síðan einhvern einkabíl til þess að kíkja aftur á ykkur svo ég þurfi ekki að vera háð einhverjum blessuðum rútugörmum endalaust. Vá hvað er langt síðan ég hef komið á Sauðárkrók!!
En jamms, vonandi næ ég viku fyrir norðan og get flogið þaðan aftur til Köben. Og ég segi bara ég ég ég.. veit nefnilega ekki ennþá hvort Klaus kemst með :( Það verður sennilega mikið að gera hjá honum á þessum tíma en ég nenni sko ekkert að bíða eftir því að hann hafi tíma til þess að koma með mér!! Vonandi kemur hann bara beint til Akureyrar í lok dvalarinnar og verður svo samferða mér heim. Sjáum bara til.. en svona er planið í bili.
En elskurnar mínar.. ég ætla að koma mér í bólið - langur dagur í skólanum á morgun.
Góða nótt börnin góð!
sd
24 maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
já auðvitað er gisting í boði, ekki spurning! hlakka svakalega til. Gangi þér rosalega vel í prófunum.. sendi þér góða strauma
Ef vel stendur á í vikunni get ég kannski sótt þig áleiðis í Borgarnes eða bara alla leið og síðan einhver á Krók þá þarftu ekki að taka neina rútu ;)
En hvort sem þú kemur á krók eða ekki er auðvitað bara aukaatriði aðalatriðið verður að hitta þig og vonandi verður bara hægt að skella í fjölskyldugrill í bústaðunum. Hræðilega langt síðan ég hef tekið þátt í einu svoleiðis. Eiginlega bara mörg ár.
En langt comment frá mér og best að hætta. Vertu nú dugleg að klára helv, skólann svo þú getir sloppið út í sólina
kosar og knús og snjónum hér ætlaði á Blönduós í morgunsárið en það er ófært!!!
Hæ dúllan mín!
Jáh! Búin að finna út hvernig ég get sett inn komment hjá þér!!! Jibbí!!
Langaði bara að segja hæ, sá þig kasta kveðju á lilluna mína,-)
Bara til gamans, ertu með slóðina hjá Stebba og Ernu sem eru að skoða heiminn? Set hana hér til gamans:
http://ernaogstebbi.blogspot.com/
Hafðu það annars gott sem fyrr:-)
Bestu kveðjur,
Ólöf
Skrifa ummæli