Lúxus líf..
ég verð nú að segja að það fer voðalega vel um mig hérna hjá Mie og krökkunum. Ég hélt fyrst að ég þyrfti að hanga tímunum saman á skólabókasafninu og læra því það væri ómögulegt að einbeita sér hér með fullt hús af fólki... En það er sko munur á 4ra og 2ja herbergja íbúðum. Hér get ég bara lokað að mér og verið í friði að læra. Hér er alvöru skrifboð og þægilegur stóll í stillanlegri hæð.. Í hinum íbúðunum okkar var alltaf opið á milli svefnherbergis og stofu þannig að við skötuhjúin vorum einhvern veginn alltaf ofan í hvort öðru og því erfitt að einbeita sér... og ég hef aldrei komið því í verk að kaupa mér almennilega skrifborðsstól og notaði alltaf bara ferlega óþægilegan IKEA klappstól við alltof hátt borðstofuborð - alls ekki gott fyir kroppinn til lengri tíma!!
Og svo er það besta - BAÐHERBERGIÐ!! Ég þarf ekki að standa í þrengslum á milli klósettsins og vasksins þegar ég fer í sturtu!! Neheits, það er sko alvöru sturta, hiti í gólfinu, þarf ekki að skafa gólf og veggi eftirá og hægt að hafa snyrtidót, handklæði og wc pappír þar inni án þess að allt drukkni þegar einhver fer í sturtu! Er þetta ekki yndislegt?? ;) Ég þarf ekki að panta þvottatíma með fyrirfara og það er uppþvottavél í eldhúsinu!!! :) Úr herberginu okkar er hurð útí garð og hér er hátíð hjá krökkunum þegar ég elda þar sem mamma þeirra er sérstaklega mislukkuð í eldhúsinu.. ég hef sjaldan fundið fyrir jafn miklu þakklæti fyrir meðalhæfni mína í eldhúsinu eins og hér á Kongedybet 11. :)
Nú erum við Klaus komin í klípu því héðan í frá sætti ég mig ekki við neitt annað en allar þessar bráðnauðsynjar á okkar næsta heimili!!! ;)
sd
04 maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
kaupiði bara hús í Borgarnesi.. voða rúmt allt þar sko hehe
Skrifa ummæli