30 maí 2007

Rugluð í Ríminu..

Það er eitthvað eirðarleysi í mér í dag. Er búin að vera ótrúlega dugleg að læra undanfarna daga en í dag gat ég varla setið kyrr í 5 mínútur.. fann mér alltaf eitthvað annað að gera. Á endanum dreif ég mig út í göngutúr í ca. 40 mín til að hreinsa hugann. Svo settist ég niður aftur.. var góð í ca. hálftíma en svo var þolinmæðin þrotin á ný. pirr pirr.. Ég hefði sennilega bara átt að taka mér frí frá lestri í dag. Þannig að núna er ég bæði pirruð yfir því að hafa ekki áttað mig á því fyrr og á sama tíma með samviskubit yfir því hvað mér varð lítið úr verki í dag!! Ég er þegar komin með prófhnút í magann þó að það séu heilir fimm dagar í fyrra prófið - á ekki svona lagað að eldast af manni hvernig er þetta eiginlega???!

Svo er ég á sama tíma drullufeginn yfir því að Klaus er í burtu svo ég fái 'frið' til að læra en svo sakna ég hans líka svo hræðilega mikið að ég að ég veit ekkert hvernig ég á að vera.. :( Hann er nú kominn til Kenía eftir rúma viku í Cape Town, S-Afríku og kemur heim aftur á fimmtudaginn í næstu viku.

Þannig að ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga þessa dagana.. andvarp!!

En það eru samt góðar fréttir! Ég er búin að kaupa flugmiðana til Íslands!! :) Kem til landsins um kvöldið 14.ágúst og verð í fimm daga í Reykjavík. Fer svo norður með millilendingu í Borgarnesi. Held að ég nái viku fyrir norðan, flýg svo tilbaka 27.ágúst. Klaus ætlar að reyna að koma yfir langa helgi í lokin og vera samferða mér tilbaka en það kemur í ljós á næstu vikum.

Ó hvað ég hlakka til!!! :) er sko ekkert rugluð í ríminu hvað það varðar!!

Góða nótt elskurnar,

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert dugleg að læra sæta :) og hlakka rosalega til að sjá þig í ágúst. ps. kannast við það að fara að gera eitthvað allt annað en að læra í próflestri (andvarp)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég skil hvernig þér líður. En göngutúr er alltaf af hinu góða. :o)
Er komin með gamla númerið mitt aftur, sendu mér númerið þitt elskan mín. Knús, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í prófunum Sigga Dóra mín!:) Ég hef nú engar áhyggjur af þér, þú ert svo gáfuð;) Slepptu því bara að verða veik!!!;)