Sumarplön..
Ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir að standa við langtímaplön en vonandi ræð ég við að skipuleggja næstu þrjá mánuði eða svo.. ;)
Nú er fyrsta árið í CBS alveg að klárast..síðasta prófið er 8.júní. Þá verð ég búin að afreka að klára 1sta árið í viðskiptafræði TVISVAR!! Með mismunandi áherslum samt.. svaka stolt eða þannig!! Ég væri sko að klára námið núna um áramótin hefði ég haldið áfram í HR!! En það er svona.. hvað gerir maður ekki fyrir ástina?! ;)
En áfram með plönin.. svo hef ég ca. 6 vikur til að spóka mig í dönsku sólinni, lifa á kærastanum, finna íbúð og æfa mig í dönsku!!
Eftir miðjan júlí hefst undibúningur fyrir fjandans upptökuprófið.. svo skjótumst við til Tokyo í rúma viku um mánaðarmótin júlí/ágúst til að dæma á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna. Kem svo heim, held áfram að læra og rúlla upp helv..prófinu í viku 33! Eins gott að skólinn standi við dagsetningarnar!! ;)
Svo er planið að ljúka sumrinu á mínu ástkæra Íslandi strax eftir prófið og vera vonandi í allavega 10 daga :) Gæti þurft að skrópa nokkra daga í skólanum, en það yrði sko ekkert nýtt.
Þetta er ég búin að skrá mjög vandlega í dagbókina mína eins og sannur Dani - þeir plana sko ekki eina einustu bíóferð án þess að kíkja í dagbókina sína! - þannig að þetta getur ekki klikkað!
Annars er búið að vera fullt hús hér í nokkra daga.. Klaus og Rasmus komu báðir heim í síðustu viku en það fer bara ótrúlega vel um okkur öll hérna. Við Klaus verðum svo ein í kotinu frá og með morgundeginum og þar til hann fer til Afríku á sunnudaginn..það verður ágætt að fá að vera útaf fyrir okkur í nokkra daga ;) Svo kemur fjölskyldan öll heim aftur um miðja næstu viku. Ég fæ því góðan frið til að læra í nokkra daga - ekki veitir af.
Ekki meira að frétta héðan.. hvað með ykkur? það væri nú gaman að fá stundum fleiri komment en bara frá mömmu sinni, ha? - en takk samt elsku mamma!! ;)
sd
15 maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Komment frá mér;)
úúú en spennandi plön, sérstaklega að fara til Japan en ekki svo sérstaklega að fara í upptökupróf ;) þú tekur þetta sumar augljóslega með trompi, greinilega mjög spennandi tímar framundan! Ég hlakka til að sjá ykkur skötuhjúin í Arnarkletti 27 síðla sumars. kær kveðja elsku besta vinkona ;)
Komment frá mér líka, sama sama ekkert títt svosem,,,jú kominn með annað járnhross annars bara vinnudútl, allir sprækir, stærri bró.
Sigga Dóra mín, mér finnst að mömmur eigi að kvitta mest þegar börnin eru að blogga. Ég verð nú að deila því með þér að minn flokkur var sigurvegari kosninganna.það var mjög spennandi kosninganótt í fyrsta skipti í mörg ár en endaði samt snögglega með því að xD hélt velli eina ferðina enn.
Hvaða dagsetningar ertu að tala um í ágúst? Við eigum eftir að dagsetja hina hefðbundnu 6 manna sumarferð sem verður um þetta leyti.
Lokaspretturinn er að hefjast í skólanum, nú týni ég gleraugunum mínum oft á dag og skóla- og bíllyklar eru út um allt. Ég er hætt að vonast til að þetta eldist af mér. Skólaslitin eru 1. júni og þá hlýtur þetta að lagast. Vona að við verðum ekki allan júní að gera klárt fyrir næsta vetur. Kveðjur til Klaus, mamma.
Sæl skvísan mín!
En hvað ég saknaði þess að hitta ykkur ekkert þegar þið voruð á klakanum um daginn! Bara næst. Hvað segir þú hvaða dagsetningar eru þetta hjá þér hérna heima? Verðum að skipuleggja eitthvað skemmtilegt, ó þæað væri ekki nema slúður og lélegt sjónvarpskvöld :-) bið að heilsa Klaus,
kv Sveina
Hæ hæ já hvaða dagsetningar eru þetta væri ekki við hæfi að skella á einu stóru fjölskyldugrilli uppi í bústað. Ég má ekki aftur láta líða svona mörg ár án þess að hitta þig það er svo vandræðalegt að stökkva upp um hálsinn á þér og sleppa ekki aftur ;)
Sjálf er ég búin að skipuleggja mitt sumar, vinna, ferðast með fellihýsið, vinna aðeins meira, vinna í garðinum, vinna í húsinu og liggja í pottinum þess á milli. Þetta þarf ekki að skrifast í dagbók því þetta gerist bara af sjálfu sér.
Kossar og knús til ykkar héðan af Krók
Guðný
hæhæ, ég má ekki vera síðri en systur mínar svo ég ákvað að kvitta fyrir mig) Sé að við erum á sama báti þessir kallar alltaf í útlöndum. En svona er þetta víst. Annars lítið að frétta frá Ósi, er búin að kenna og verð bara að "hanga með börnunum" í sumar. Framhaldið óákveðið. Hlakka til að sjá þig í Ágúst.
kv. Sunna
Elskan mín! Ég hef ekki verið í bloggheimum undanfarið.... ég sakna þín alltaf jafn mikið og vona að við getum hist sem mest þegar þú kemur næst á klakann. Hrikalegt að missa af þér þarna um daginn. :o)
Knús til Klaus!
p.s. mér líst vel á plönin þín og dagbókina, ég ætla að ná í rykföllnu dagbókina mína og fara að skipuleggja mig, það var akkúrat það sem mig vantaði. Lovjú!
Þín Vigdís.
Viltu senda mér símanúmerið þitt í smsi, er ekki með nein símanúmer eftir að ég týndi símanum mínum...
Þín Vigdís.
Elsku Vigdís mín.. í hvaða símanúmer??? ;) ertu komin með nýtt gsm númer? þú færð mitt númer ef ég fæ þitt!! he he.. nei nei, ég skelli því bara á bloggið þitt..
knús,
sd
Skrifa ummæli