Flutt inn í eigin íbúð og farin til Mexikó ;)
Æi þið verðið að fyrirgefa bloggleysið þessa dagana. Eftir að hafa eytt tveimur æðislegum vikum heima á Íslandi í félagsskap góðra vina og ættingja þá kom ég beint heim til Köben í skólann og málningarvinnu. Búið að vera brjálað að gera að sinna skóla og íbúðinni á sama tíma... náðum svo loks að flytja í gær! Íbúðin er semsagt troðfull af kössum og dóti núna og á morgun sting ég af til Mexikó til að dæma á kaffibarþjónamótinu þar. Við komum semsagt bara til með að taka okkar tíma í að koma okkur fyrir... pöntuðum t.d. sófa í gær og fáum hann ekki afgreiddan fyrr en í lok október!! ehhm.. erum ekki alveg nógu vel skipulögð í þessi öllu saman.
En nýja addressan er þessi:
Kornblomstvej 7, 1.tv.
2300 København S
Við sváfum yndilega vel á nýja heimilinu okkar :) Þið fáið myndir þegar við erum búin að koma okkur þokkalega fyrir...
Best að hald áfram að taka uppúr kössum.. ;)
ta ta..
sd
02 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Til hamingju með nýju íbúðina og góða ferð til Mexico :)
Til lukku með nýja heimilið hlakka til að sjá myndir
kossar og knús frá Krók
Til hamingju elskan mín og takk fyrir yndislegan og ógleymanlegan tíma sem við áttum saman þegar þú komst heim. Lovjú, þín Vigdís. :)
Innilega til hamingju með íbúðina elskan, átt það svo sannarlega skilið eftir allar hrakfarirnar! knús & kossar
Velkomin heim aftur elskan mín og farðu nú að blogga smá, veit að það er lítill tími þegar maður er á kafi í bókalestri....en ég sakna þín! Líka á blogginu! :o)
kv. VG
Skrifa ummæli