03 desember 2007

Ekki fleiri hópverkefni á þessu ári - jeiiiii!
Mikið var það góð tilfinning að vakna í morgun (aðeins seinna en vanalega) og vita að það er engin 12-14 tíma törn í hópverkefna vinnu framundan!! Þannig eyddi ég semsagt helginni en við kláruðum í gærkvöldi og nú er Kristian á leiðinni uppá skrifstofu að afhenda verkefnið fyrir kl.12. Yndislegur léttir - allavega í nokkra daga, svo er kynningin á því í næstu viku.

Þannig að það er greinilega ekki mikið að frétta nema skóli skóli skóli.. Klaus er búin að vera á þvælingi. Var í þýskalandi fimmtudag og föstudag og á Jótlandi um helgina. Ágætt að vera laus við hann þegar svona mikið er að gera.

Í dag er ég að hugsa um að þrífa aðeins íbúðina og þvo þvott - því það gerist sennilega ekki aftur fyrr en eftir prófin 21.des!! Sleppa því að mæta á fyrirlestur - er 'overdosed' af organizational behavior eftir helgina hvort eð er. Svo ætla ég að hitta Sissu og Leif á kaffihúsi einhvers staðar uppí bæ, þau eru hér í nokkra daga. Í kvöld er svo smá afmæli hjá mági mínum. Vona að Rasmus og Mie bjóði uppá eitthvað gott að borða - svona verkefnatörn einkennist iðulega af alls konar fljótlegum, þægilegum en afar óhollum matarvenjum.. ;)

vá hvað ég er orðin kaffiþyrst núna.. best að hella uppá dýrindis CoffeeCollective Kenya Kariaini kaffi.. ummmm ;)

3 ummæli:

Veinólína sagði...

Til lukku elskan!!!! Njóttu þess að fá smá breik núna, drífa sig í smá jólaskap... :o) Lovjú, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

ohoo hvað ég vildi að ég kæmist í heimsókn til þín núna á aðventunni. Væri til í Siggu Dóru talk og hvítvín með því!

Nafnlaus sagði...

Takk Vigdís mín.. held samt að jólaskapið komi ekkert fyrr en ég er komin í frí - betra er seint en aldrei! ;) Komst nú samt á kaffhús með kærastanum um daginn í jólaglögg og piparkökur og það var ferlega hyggeligt! ;)

Jaháts Maj Britt, ég væri sko til í hvítvín og kjaftatörn núna!!Get varla beðið eftir að knúsa þig og Herdísi litlu milli jóla og nýárs!


knús,
sd