09 desember 2007

Það er semsagt kominn 9.desember!! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni. Í fyrra lofaði ég sjálfri mér að á þessu ári skyldi ég nú gera pínu huggó á heimilinu á aðventunni.. ehmmm, það hefur nú ekki gerst ennþá!
Það er kynning á verkefninu okkar á morgun og eftir það er bara rúm vika í prófin - daginn eftir prófin er ég svo bara komin til Íslands!! Ó hvað ég hlakka til!! Þrátt fyrir að ég þurfi að skilja Klaus eftir heima.

Ég er nú samt búin að skrifa nokkur jólakort, ein og ein jólagjöf er komin í hús... og já, þá er það upptalið ;) Restinni verður reddað á þeim einum og hálfa sólarhring sem ég hef eftir prófin og fram að flugi ;) Gleymdi að panta jólaklippingu..en hvað með það, jólin koma þrátt fyrir smá rót ekki satt!??

Hér er smá jólakveðja til ykkar.



knús til ykkar allra,
sd

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara nokkuð smart í álfsklæðum...mamma vill endilega að við sýnun pabba þínum ekki hvernig þetta er gert.....ekki búinn að kaupa eina gjöf ennþá, verð trúlega holdgervingur "á síðustu stundu jólagjafar-eitthvað..."
hlakka til að sjá þig.
Krummi

Nafnlaus sagði...

hahahaha rosalega ertu flott!! og góður dansari! :)

Veinólína sagði...

Æðislegur dansari!! Ég vissi alltaf að þú hefðir þetta í þér!! :o)Knús, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

ha ha ha ha ha það er eitthvað ótrúlega perralegt samt við svipinn á þér meðan þú dansar svona eggjandi. ég var alltaf að bíða eftir að þú færir að smella saman tönnum, eða ertu hætt að gera það þegar þú ferð að finna á þér.

jólakveðja úr frosti og stillu í Skagafirði
Gj

Sigga Dóra sagði...

ha ha.. þessi jólaálfur er sko bláedrú, hvað ertu að tala um Guðný? ;)

Þetta dunda ég mér við þegar mér leiðast skólabækurnar he he..

knús á línuna!

Nafnlaus sagði...

Krummi ég sé að þú ert að skrifa hér inn, áttu enn þá myndbandið sem við tókum af Siggu Dóru í tvítugsafmælinu hans Hödda, það var snilld. ALla vega ef hún sér það þá skilur hún kannski hvað ég á við með skellum í tönnum ;)

Guðný

Nafnlaus sagði...

Krummi ég sé að þú ert að skrifa hér inn, áttu enn þá myndbandið sem við tókum af Siggu Dóru í tvítugsafmælinu hans Hödda, það var snilld. ALla vega ef hún sér það þá skilur hún kannski hvað ég á við með skellum í tönnum ;)

Guðný

Nafnlaus sagði...

Ég get vitnað um það að Sigga Dóra er því miður hætt að skella tönnunum saman þegar hún finnur á sér og hún veit að ég sakna þess mjöööööööööög mikið!! ;o)

Vigdís.