14 desember 2007

Loksins aðventustemmning í kotinu..

Hann Klaus minn er algjörlega að bjarga aðventunni hér á heimilinu. Hér mallar hann glögg nánast á hverju kvöldi - og það er sko ekkert búðarglögg! Hann er álíka metnaðarfullur þegar það kemur að glögg-gerð eins og í kaffigerðinni; allt gert frá grunni, úr lífrænum hráefnum og sko ekkert verið að spara púrtarann né rauðvínið.

ummmm... yndislegt að sötra þetta yfir skólabókunum.

Uppskriftin er hér. Svo setti ég tvo jólasveina í gluggann og þar með eru jólaskreytingarnar komnar í ár. ;)

Góða helgi elskurnar.. passiði nú að fjúka ekki í burtu neitt. Ég vona bara að veðurguðirnir taki skapofsann út núna og hagi sér svo skikkanlega þegar ég þarf að ferðast á milli landa og landshluta í næstu viku.

Hér verður maraþon lærdómur um helgina fyrir utan smá litlu jól með CoffeeCollective genginu annað kvöld.

ta ta,
sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Namminamm!! Ekkert smá flott hjá kallinum! :o)
Knús og kossar, Vigdís.

p.s. þú getur gist hjá mér þegar þú kemur suður eftir jólin, verð í íbúðinni hjá Stebba og Ernu og þau verða fyrir norðan. Jibbíkóla!

Nafnlaus sagði...

Ómægod!!! Hanna Blandon sendi mér þetta vídeó á facebook í dag!! Ég hélt ég yrði ekki eldri....
Viðbrögð óskast takk!
knús, Vigdís.

http://www.youtube.com/watch?v=ykRelehy7M0&eurl=http://apps.facebook.com/superwall/view.php?id=801703110&owner_id=566187808

Nafnlaus sagði...

N� get �g ekki h�tt... �etta er laaangbest!! :o)

http://www.youtube.com/watch?v=aSb6pd61jlo&feature=related

Nafnlaus sagði...

HA ha ha... þetta eru nú meiri álfarnir!! ;) Bið að heilsa Hönnu Blandon!
sd