22 janúar 2008

Skin og Skúrir í dag..

- Komst að því að ég fékk hæstu einkunn (12) í tölfræðiprófinu :-)
- Skólinn byrjar á mánudaginn en ekki 1.feb eins og ég hélt :-(
- Heimsóknin til tannlæknisins í dag kostaði 1900 dkr!!! :-(
- Ætlaði að henda út öllum fötum sem ég passa ekki lengur í en við nánari athugun (mátun) þá passa ég í þau öll aftur :-)
- Á eftir að fara aftur til tannsa í næstu viku fyrir ca. 1000 dkr - hélt að í dag væri síðasta skiptið :-(

Niðurstaða: skítblankur fýlukarl :-( ..með rótarfyllta tönn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Mikið eruð þið nú sæt á myndinni í bloggfærslunni á undan. Þar sannast nú hið fornkveðna "ei leyna augu er ann kona manni",ég veit að þú verður ánægð með þetta komment. Um hvaða jólaspik ertu að tala, mér sýndist þú vera jafn mjó og vanalega í jólafríinu.
Til hamingju með prófið í tölfræðinni, tannlæknareikningar eru alltaf glataðir sama hvar eru nema þá helst í Thailandi.
Hér af skerinu er lítið að frétta. Dimmt á morgnana, dimmt seinnipartinn smáglæta um miðjan daginn þar á meðal smá sól, að vísu fremur veikluleg.
Maður er nú stundum alveg hissa hvað maður sér við íslenskan vetur.
En nú er að koma öskudagur og árshátíð blessaðra nemendanna með tilheyrandi stórstressi að vísu jákvæðu í vinnunni, foreldraviðtöl búin, Unnur fer í síðasta prófið á morgun, ég er náttúrlega með nefið ofan í því eins og öðru og svo er gæludýrið alltaf fallegra og gáfaðra með hverjum degi sem líður.
Leikvertíðin er byrjuð hjá pabba þínum, frumsýning um 20. febr.
Jæja Sigga Dóra mín bestu kveðjur til þín og Klaus, mamma.

Nafnlaus sagði...

Góð!! Mömmuspekin alltaf best ;)

Nafnlaus sagði...

Æ æ ég er í þessu sama ferli með mína tönn nema hvað ég borgaði fyrst 8000 og næst 5900 og á eftir að fara einu sinni.
Góður tansi hér á Krók.

Til hamingju með glæsilega einkunn og já það leyndir sér ekki að stelpan á myndinni hér fyrir neðan er rosalega ástfangin af manninum sem hún horfir á. Gott að sjá það er svo gott að vera ástfangin og vel "giftur"

knús af Krók

Guðný

Nafnlaus sagði...

Niðurstaða: Skítblankur, mjór og gáfaður fýlukarl ;)

Congratz með einkunnina darling!

Nafnlaus sagði...

Knús til þín! Góða helgi Sigga Dóra mín og skilaðu kveðju til Klaus. :o)
Þín Vigdís.

www.veinolina.blogspot.com