19 janúar 2008

Stúss og aftur stúss..

Janúar er heldur betur tileinkaður íbúðinni í þetta skiptið. Þar sem við fluttum inn um leið og skólinn byrjaði síðasta haust og svo stakk ég af í viku til Mexíkó að dæma tveim dögum seinna, þá var farið beint í að vinna upp skrópið í skólanum þegar ég kom tilbaka í stað þess að koma sér almennilega fyrir.

En nú er frí í skólanum allan janúar.. um síðustu helgi tók ég uppúr síðustu kössunum, magnarinn og dvd spilarinn komust loksins af gólfinu og uppí hillu, í dag verður hengt upp fatahengi frammi á gangi og ég er á fullu að mála kommóðuna hvíta. Svo er aldrei að vita nema baðherbergið verði málað um næstu helgi og að kannski maður kaupi rúllugardínu fyrir svefnherbergisgluggann!! Ég er nú löngu búin að venjast því að sofa með götuljósið úti skínandi í andlitið á mér en vil nú helst ekki strippa mikið meira fyrir gangandi vegfarendur... ;)

Þannig að þetta mjakast allt saman og er að verða bara asskoti huggulegt. Ætli áramótaheitið sé samt ekki að finna hæfilegt borð fyrir espressóvélina - það gæti nú tekið allt árið samt!

Góða helgi..

sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að lesa hvað þú ert dugleg við þetta, en hurðu Sigga Dóra, einu sinni vars þú að læra ljósmyndun. Mig langar rosalega að fá að sjá myndir af íbúðinni og því sem þú ert að gera.

Eru lesendur bloggsins ekki allir sammála mér????

knús af krók
Guðný

Nafnlaus sagði...

jú ég er sammála síðasta ræðumanni... langar mjög mikið að sjá myndir (næstum búin að gleyma því hvernig Klaus lítur út!!) svei mér þá... Næst á dagskrá hjá mér er að klára svefnherbergið þ.e. finna eitthvað á veggina og leslampa og svona... og svo er það barnaherbergið!!