01 febrúar 2008

Operation Baðherbergi..

Aðgerðin er semsagt hafin. Lokaundirbúningur í gangi og fyrsta umferð verður máluð einhvern tímann á morgun. Kemur til með að taka svolítinn tíma miðað við eina umferð af grunni og tvær af málningu með 24 þurrktíma á milli. Svo má helst ekki nota sturtuna fyrr en 5-7 dögum eftir síðustu umferð!! :( Við verðum því reglulegir gestir hjá Rasmus og Mie næstu dagana - maður verður jú að baða sig.
Mikið ofsalega verð ég glöð þegar þetta er búið!

Það eru líka framkvæmdir í gangi í vinnunni hjá Klaus. Þeir fengu nýja húsnæðið afhent í dag. Reyndar voru iðnaðarmennirnir eitthvað á eftir áætlun - er það ekki alltaf svoleiðis.. En strákarnir eru samt byrjaðir að setja saman kaffibarinn :)

Svo er ég byrjuð í nýrri vinnu með skólanum. Hún er nú ekki mjög krefjandi. Sem er kannski ágætt - ekkert sniðugt að vera alltaf með hausinn í fimmta gír er það nokkuð? ;)
Þetta er semsagt fyrirtæki sem heitir einfaldlega Gavekortet Nafnið segir allt eiginlega, fyrirtækið selur gjafakort. Kúnninn pantar á heimasíðunni þeirra frá alls konar fyrirtækjum og ég sit við tölvu og afgreiði þessar pantanir, prenta og útfylli gjafakort og sendi út. Ferlega þægileg vinna og bara í tveggja mínútna labbi frá skólanum. Lítill og kósí vinnustaður og indælt samstarfsfólk. Kem til með að vinna 10-15 tíma á viku sem er alveg mátulegt með skólanum. Auðvitað hefði ég helst viljað finna eitthvað meira tengt náminu en það kemur bara seinna. Þetta fera náttúrulega allt fram á dönsku þarna sem er ágætt. Ég og Klaus erum líka orðin töluvert duglegri við að nota dönskuna hérna heima. Kokhljóðin að verða nokkuð góða barasta ;)

Annars er nú lítið annað að frétta úr þessu andsk.. rigningar og rok rassgati. Maður hjólar hreinlega þversum þessa dagana!!

Góða helgi,
sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já hér er líka riginig og rok nema hvað það er frost þannig að það útlegst sem snjóstormur :)

Já mikið hlakka ég til að sjá baðherbergismyndir, og hurðu fyndið, Klaus er alveg eins og Henning frændi á myndinni. Ég var búin að horfa mikið á myndina og pæla áður en ég fattaði samlíkinguna.

Jú jú iðnaðarmenn eru oftar en ekki á eftir áætlun og mesta martröð sem ég hef lent í að reyna að skipuleggja tíma þeirra og síðan kemur ekki skrúfupakkinn eða píparinn lendir í tryggingatjóni út i bæ og allt í voða og öll verka seinka. Dem dem

vertu dugleg í dönskunni og ég er farin að sofa á ekki einu sinni að geta verið vakandi svona seint :)

knús af Krók

Nafnlaus sagði...

Æ hvað hún var nú stundum erfið við mann þessi danska og Danir sjálfir ekki alltaf þeir allra duglegustu að skilja fína fína framburðinn minn :-)
En þetta kemur víst allt á endanum. Einhverra hluta vegna voru þessi einkennilegu smáorð og hljóð sem skotið er inn hér og þar ekki að gera sig fyrir mig. Sá ekki alveg tilgangin með þeim á sínum tíma en þetta ku víst vera afar mikilvægt
kveðja af eyrinni
Gunnfríður

Nafnlaus sagði...

Hæ dúllan mín. Hlakka til að sjá baðherbergið þitt! :o)

Þessi vinna hlýtur að vera algjör snilld, stundum er svo gott að gera eitthvað sem er bara auðvelt og gaman. Þá er oft eitthvað annað og meira í gangi bak við tjöldin...

Lovjú, knús frá Vigdísi.