Það er lítill prins á leiðinni! :)
Og hann var sko ekkert feiminn við að sýna sprellann sinn! ;) Annars virtist hann nývaknaður eftir hjólatúrinn.. teygði úr sér á alla vegu og geispaði mikið. Ekkert smá gaman að fylgjast með þessu :)
En allar mælingar komu vel út. Öll líffæri til staðar og vel starfandi, tíu puttar og tíu tær - fullkominn lítill pjakkur!
Syfjað lítið kríli:
Fer ekkert á milli mála hvort kynið lúrir í mallanum!! ;)
:)
25 september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Var hann ekki örugglega í Liverpoolbúningi? Pabbi.
Til hamingju með typpalinginn (ég þori ekki að segja "litla") ;) nú er spennandi að sjá hvort að ég fái eins og þú eða Sigrún ;)
YAY GAMAN GAMAN þeir eru yndislegir þessir mömmustrákar...því það eru þeir ;)
ólöf
Ég hefði nú alveg getað sagt þér að þetta væri strákur, það var aldrei neinn vafi!
Flottar myndir af litla typpalingnum:) Hann verður bara flottastur!
Knús og kremjur til ykkar og fariði vel með ykkur:*
Gígja.
gaman að sjá þessar myndir, ég er strax farin að hlakka til að hitta hann í eigin persónu. Hafið það sem allra best.kv. Elín og co
Ó þú forvitni grís :)
Til lukku með typpið og punginn líka.
Hlakka til að sjá hann í eigin persónu, en fyrst þú ert svona forvitin fáum við þá ekki að sjá þrívíddarsónarmyndir áður en meðgöngunni líkur. Það eru flottar myndir því þá veistu líka nákvæmlega hvernig barnið lítur út.
enn og aftur til lukku bæði tvö
Knús frá mér og skraranum á Krók
Guðný
er ég sú eina sem að sé ekki typpið?? Ég er svo léleg á svona sónarmyndir (andvarp)....
ha ha Maj Britt ertu ekki að grínast??! Ef þú klikkar á neðri myndatvennuna þá stækkar hún og á efri myndinni til hægri eru lærleggirnir og heljarinnar pungur og sprelli á milli þeirra.. sprellinn bendir til vinstri ;) þú hlýtur að fatta þetta núna!
En Guðný mín það eru litlar líkur á að við förum í 3D sónar. Finnst þær myndir eitthvað hálf creapy og oftast bara frekar óskýrar. En mér finnst æðislegt að hafa fengið að vita kynið. Nú finnst mér þetta allt mikið raunverulegra og er fegin að vera laus við þessa óvissu. Finnst frábært að geta talað um 'hann' en ekki 'það' og nú er bara hugsað í bláu hér á heimilinu :) og þegar kíkt er í búðir þá hefur valkvíðinn minnkað um helming!!! :) ekki slæmt ;)
en knús á línuna og takk fyrir yndislegar kveðjur! :)
Elsku Sigga Dóra og Klaus til hamingju með tilvonandi prins. Og ég tek undir orð Ólafar að þessir typpalingar eru miklir mömmustrákar.
Verst að hafa ekki vitað þetta um daginn, hefði getað gaukað einhverju að þér en það bíður bara betri tíma:)
kv.Sunna
Juminn einasti! Þvílíkt fullkominn!! Þú ert nú algjör strákamamma elskan mín, þetta kemur mér ekkert á óvart!!!
Til hamingju elsku Sigga Dóra og Klaus!
Knús til ykkar allra, ykka Vigdís.
Skrifa ummæli