01 desember 2008

Hitt og þetta í byrjun desember..

jamm.. þar sem ég er gjörsamlega að klepra yfir próflestrinum þá ákvað ég að segja ykkur frá því helsta ;)

Klaus og félagar opnuðu nýtt kaffihús í dag í Roskilde! Á besta stað í göngugötunni þar. Þeim bauðst húsnæði á góðu verði fyrir bara nokkrum vikum síðan og ákvaðu bara að drífa í þessu. Frábært að ná að opna svona rétt fyrir jólatrafíkina. Þetta er nú næststærsta borgin hér á Sjálandi ;) Ég komst því miður ekki á opnunina vegna prófalesturs.. en ég fer beinustu leið í kaffi í Roskilde þegar ég er búin með prófin 12.des ;) Það koma örugglega myndir hérna inn seinna í kvöld.

Við erum svona nokkurn veginn búin að kaupa barnavagn :) Fann einn svaka fínan, lítið notaðan á netinu á góðu verði, Emmaljunga Supreme Big Star eða eitthvað álíka. Maður verður víst að bjarga sér svoleiðis á þessum síðustu og verstu enda ekkert eðlilegt hvað þessir vagnar kosta nýjir. Seljandinn ætlar að skutla honum til okkar annað kvöld.. Við getum auðvitað hætt við kaupin ef við sjáum eitthvað athugavert við hann á morgun en annars voru myndirnar mjög góðar sem hún sendi mér þannig að ég hef engar áhyggjur. Er bara fegin að geta gengið frá þessu núna. Verður mikið að gera í desember og fínt að hafa bara smotterís undirbúning eftir í janúar.

Fórum í mæðraskoðun í síðustu viku. Allt leit vel út. Blóðþrýstingur fer bara lækkandi ef eitthvað er.. sem er auðvitað fínt, en hann má svosem ekkert lækka mikið meira ;) Við byrjum svo á einhverju foreldra/fæðingarnámskeiði um miðjan desember.

Svo eru bara próf framundan í þessari og næstu viku.. og mér hefur aldrei leiðst próflesturinn jafn mikið! Er engan veginn að nenna þessu og er bara með hugann við allt annað þessa dagana. Get ekki beðið eftir að vera búin að þessu! Þó svo að það verði bara meira að gera í vinnunni eftir prófin þá finnst mér tilhugsunin um að þurfa ekki að setjast niður og læra eftir vinnu alveg yndisleg!! Get þá bara dundað mér við að skrifa jólakort - sem verða auðvitað send á síðustu stundu - og maulað sörurnar sem við Þórey ætlum að baka þann 13.des!! Jeiii!

Talandi um jólakort.. hef fengið ábendingar frá ofvirkum frænkum mínum hérna sem skrifa jólakort í lok nóvember!! ;)
Heimilisfangið okkar er:
Kornblomstvej 7, 1.tv
2300 København S

Gleðilegan fullveldisdag..

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með nýja kaffihúsið,og gangi þér vel í prófunum.mikið er gaman að sjá hvað þú ert orðin myndarleg á myndinni með vinkonu þinni,þetta fer þér ótrúlega vel. fer alveg að hringja. kv Elín og co.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín. Já það er bara verið að skipuleggja jólabakstur.
Ætli ég verði ekki í Sörunum um svipað leyti. Gott að þú fékkst góða skoðun.
Það vantar ekki jólasnjóinn hér, allt á kafi og snjóar endalaust. Ég þarf að moka af bílnum liggur við hvern morgun, svo er kalt í þokkabót. Nú eru jólaljós að koma upp víðs vegar um bæinn og ég er farin að leita að uppskriftum af laufabrauði og Sörunum.
Ég er eins og venjulega að komast í mitt hefðbundna jólastress, hugsa um það sem ég ætla að gera og sit svo bara með bók, handavinnu eða horfi á sjónvarpið.
það er að verða full vinna að fylgjast með fréttum þessa dagana. í dag stormaði fólk inn í Seðlabankann og vildi fá að tala við Davíð. Hann var vist ekki við
svo einhverjir fundu hjá sér þörf fyrir að kasta eggjum og rauðri málningu á veggina svona til að fá athygli.
Nú eru komin gjaldeyrishöft hérna á skerinu, mér skilst að títtnefndur Davíð hafi staðið fyrir því. Ætli maður þurfi ekki að kaupa danskar krónur á svörtu í mars ef svona heldur áfram. Jæja den tid den sorg.
Aftur til hamingju með kaffihúsið
gangi þér vel í prófunum, mamma.

Maja pæja sagði...

Congratz með kaffihúsið, frábært! og good luck í prófunum. Við verðum þjáningasystur í des hvað varðar lærdóm... buhuuu