13 febrúar 2006

Þorramatur

Þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn var haldið á laugardagskvöldið með glæsibrag. Það var haldið í NIMB salnum í Tivolíinu sem á íslenskum mælikvarða gæti talist til hallar eða einhverra konunglegra húsakynna svo glæsilegur er hann.. En Blótið var fjölmennt, ca. 500 manns. Við sátum á borði með Hlyn á Þórustöðum og félaga hans.. Í fyrstu gat ég ekki séð að ég þekkti neinn þarna en svo poppuðu upp nokkur kunnugleg andlit.. aðallega úr sveitinni samt, voðalega eru Eyfirðingar duglegir að flytja til Köben!! Ég hitti Bóas frá Rein, Kára, Inga, Sigurgeir úr Staðarhólsfjölskyldunni.. svo voru fleiri sem ég sá en talaði ekkert við t.d. rauðhærði bróðir Dísu í Skák sem ég man ekki hvað heitir og einn Grísarár bróðirinn.. ;) Ingi Valur hennar Kaffi-Mörtu var náttúrulega í hljómsveitinni og hægt var að sjá einstaka andlit sem sennilega eru fastakúnnar á Kaffitár.

Valgeir Guðjónsson stjórnaði fjöldasöngnum sem endaði með því að annað hvort lag var óskalag frá gestunum og var iðulega stuðmannalag.. en gömlu ættjarðarlögin fengu sitt pláss inná milli. Sendiherrann Svavar Gestsson hélt undarlega ræðu um það hversu frábært er að búa í Danmörku á þessum "lifandi tímum" og að undanfarnir dagar hafi sýnt hvað danskt samfélag er fullt af orku og tilfinningum sem ætti að gera mann stoltan af því að vera hér... hann kom reyndar beint úr flugi frá Kanarí, held að hann hafi fengið sólsting eða eitthvað.. ??

Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þorramatinn.. það er reyndar langt síðan ég smakkaði hann síðast en ég er nokkuð viss um að ég hafi oft fengið hann betri.. Klaus smakkaði allt sem í hann var dælt og stóð sig eins og hetja.. en allur súrmaturinn var einhvern veginn allur eins á bragðið. það var varla bragðmunur á pungunum og blóðmörinu.. það var varla lykt af hákarlinum og það voru engir sviðakjammar!!
Já, ég bjóst nú aldrei við að ég yrði kröfuhörð á þorramat en þegar maður er búinn að hræða elskuna sína í viku um það hvað þessi matur er rosalegur þá verður þetta nú að vera almennilegt!! ;)

En í heildina var þetta mjög skemmtilegt og við eyddum öllum gærdeginum í þynnku, videogláp og tilheyrandi.. ;)


en úr einu yfir í annað.. og í öfugri röð.. Sigrún vinkona skellti sér yfir sundið frá Lundi á föstudaginn og við hittumst í lunch!! voðalega fínt að geta skellt sér svona á milli landa í hádegismat! ;) Það var voða gott að sjá hana, við maraþon blöðruðum og fengum okkur öl og hamborgara eins og fína dömur!! ;) Takk fyrir kíkkið Sigrún mín!

þangað til næst.. góðar stundir,
kiss kiss!

7 ummæli:

Maja pæja sagði...

Bóas frá Rein,Hlynur á Þórustöðum,Sigurgeir úr Staðarhólsfjölskyldunni,Dísa í Skák,Grísarár bróðirinn og Ingi Valur hennar Kaffi-Mörtu!!!! Ómægod finnst ég ver komin í skáldsögu eftir Halldór Laxness!!!! en gott að þú skemmtir þér vel sæta mín ;)

Sigrún sagði...

Maður verður að hafa alist upp í sveit til að skilja svona skilgreiningar á fólki miðbæjarrottan mín litla - he he he

takk sömuleiðis Sigga Dóra mín, já ég held þetta hljóti að vera the essence of globetrotting vííííí :-)
knús
Sigrún

Sigga Dóra sagði...

jaháts.. það er gott að vera úr sveit ;)

Nafnlaus sagði...

hæ Sigga Dóra,
gaman að kíkka á síðuna þína!!
Mér datt í hug að spyrja þig varðandi myndirnar mínar fínu sem þú tókst, hvort þú viljir ekki hafa nafnið þitt á henni þegar hún birtist? Ég sé þetta víða,og varð hugsað til þín.
kíktu á síðuna mína, þá sérðu myndina.......þeas ef ég hef ekki nú þegar gefið þér adressuna.

bestu kveðjur,
hulda.

Nafnlaus sagði...

hæ aftur, gleymdi svo síðan adressunni, www.huldabjork.net

kv.hulda.

Sigga Dóra sagði...

Hæ Hulda mín og takk fyrir kíkkið ;)FLott heimasíða! ég var nú einhvern tímann búin að kíkja á hana en svo var ég búin að gleyma addressunni.
Nafnið mitt má auðvitað fylgja með myndunum ef hægt er en annars er það ekkert stórmál fyrir mig. Ég nota yfirleitt bara Sigga Dóra þegar ég kvitta fyrir svona.. ;)
Gangi þér vel í bransanum! Bið að heilsa hele familien.. ;)
-sd

Maja pæja sagði...

Já ég verð víst seint fyrir sveitasæluna ;)