Skal vi snakke dansk?
ehemm.. fór í fyrsta dönskutímann í morgun og það gekk nú svona la la.. af 15 manna hóp voru 7 nemendur að endurtaka 1sta levelið, þar á meðal einn Íslendingur og mér skilst að maður græði lítið á grunnskóladönskunni þarna!! Til að byrja með er farið mjög nákvæmleg í framburð og rytma og engin miskunn sýnd... eins gott að vera duglegur að læra. Klaus fær að hlusta á mig í kvöld þylja upp heimaverkefni dagsins ;)
Annars vorum við í Árósum um helgina þar sem fór fram undanriðill fyrir danska kaffibarþjónamótið; Jótlandsriðillinn. Þar var ég yfirdómari og Klaus var kynnir... gott að vera svona í sama bransanum ;) Mótið gekk vel. Tveir komust áfram í úrslitin sem verða í Köben í lok apríl. Annar kaffibarþjónninn er engin önnur en hún Silla fyrrverandi Kaffitárína.. ég varð nú soldið stolt ;)
Svo er bara lítið annað að frétta.. hér er drullukalt og hvítt yfir öllu aftur, ég sem hélt að væri að koma vor.. :(
best að fara að læra..
06 mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hæ hæ er búin að reyna lengi að commenta hér inn en það gerist ekki neitt. lifi engu að síður í voninni
Gaman að fylgjast svona með þér
kveðja frá ísó þú getur kíkt á okkur blog.central.is/mulaland12
gangi þér vel að læra dönskuna skvís, þú verður reiprennandi áður en að þú veist af .. he he :) er töluð enska eða danska í svefnherberginu hmmm??
Skrifa ummæli