21 febrúar 2007

Úti á túni... LANGT úti á túni!!!

Hef verið eitthvað voðalega utan við mig þessa dagana.. Eitt kvöldið gerði ég dauðaleit af tannburstanum mínum og var á endanum komin á það stig að leita á ólíklegustu stöðum.. fann hann svo í ískápnum! í grænmetisskúffunni!!! Ég hafði sko verið komin inn á bað til að tannbursta mig þegar ég mundi eftir einhverju ófrágengnu inni eldhúsi og fór úr einu yfir í annað..

Og í dag rakst ég á nær fullan poka af gulrótum í frystinum!!! Ég gerði gulrótarsafa í gær og man að ég leitaði að ísmolum....?
Er ferlega svekkt, 2kg af lífrænt ræktuðum gulrótum eru sko ekkert ókeypis!! Hvað er eiginlega í gangi með mig???

Hljóp út áðan og keypti fleiri gulrætur, get sko ekki verið án juicer-græjunnar þessa dagana..gulrótar-epla-sítrónu-engifer safinn í miklu uppáhaldi ;)

sd

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin í hóp kvenna sem hafa alltof mikið að gera!!! Þetta eru afleiðingarnar!!!

Nafnlaus sagði...

Já já....þetta er daglegt brauð hjá mörgum.
Huggaðu þig bara við það að þeir sem eru verulega utan við sig taka ekki einu sinni eftir því þó svo að tannburstinn sé komin inní ísskáp !!!
Kveðja til ykkar Klaus
Ragga

Olof Erla sagði...

hihihi þetta er alltaf að koma fyrir mig síðustu mánuði....labba inn í eldhús til að gera eitthvað og svo þegar ég kem þangað man ég ekkert hvað ég ætlaði að gera!! Og líka ég man stundum ekki hvað fólk heitir sem ég er að tala við...og það besta í miðjum samtali við einhvern...BLANK...uhhh hvað var ég að segja!! hihih

Í mínu tilfelli er ég með brjóstagjafa þoku held ég að það sé kallað!!! MAN EKKERT

hhehehe

Sigga Dóra sagði...

gott að vita að ég er ekki ein um þetta.. þó ég geti reyndar ekki kennt brjóstgjafarþoku um ;)
Gaman að heyra frá ykkur :)
sd

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín, hfðu engar áhyggjur fyrr en þú ferð að hella úr mjólkurfernunni inn í ísskáp í staðinn fyrir í kaffibollann þinn og það fyrir framan gesti. Þú þarft ekki enn að minnsta kosti að leita dauðaleit að gleraugunum þínum oft í viku á síðustu stundu og ég vona að þú losnir við strauboltaheilkennið, hjá mér byrjaði það um þrítugt, mamma, stundum utan við sig.